Fótbolti

FIFA-forseti leggur til sportbíla og giftingahring konunnar til að losna úr haldi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jeffrey Webb er mjög spilltur, að því er talið.
Jeffrey Webb er mjög spilltur, að því er talið. vísir/getty
Jeffrey Webb, fyrrverandi varaforseti FIFA, verður látinn laus úr haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann lagði fram eignir sem dugðu fyrir tíu milljóna dollara tryggingafé.

Webb var sá fyrsti af sjö forsetum FIFA sem svissnesk yfirvöld framseldu til Bandaríkjanna eftir að þeir voru handteknir fyrir spillingu í lok maí. Þetta kemur fram í frétt AP.

Hann er sagður sá eini sem ekki ætlar að berjast gegn framsali sínu, en engu að síður ætlar hann ekki að dúsa í fangaklefa í Bandaríkjunum á meðan mál hans er tekið fyrir.

Webb lagði fram ellefu lúxusúr af gerðinni Rolex, Cartier Roadster, Hublot, Breitling, Panerai, Royal Oak Offshore og Luminor Marina auk Ferrari-sportbíls, Range Rover og giftingahring konunnar meðal annars til að borga tryggingargjaldið.

Til viðbótar reiddi hann fram afsalið af nokkrum eignum sínum, en Webb er fyrrverandi forseti knattspyrnusambands Mið- og Norður-Ameríku.

Webb verður að búa í innan við 20 mílna fjarlægt frá dómshúsinu í Brooklyn og borga fyrir stofufangelsið sem hann verður í í staðinn fyrir að sitja í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×