Serbar náðu í stig | Úrslitaleikur á sunnudag 10. júní 2015 19:41 Serbar töpuðu stórt á Íslandi og það gæti orðið liðinu að falli. Vísir/Ernir Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016. Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23. Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex. Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum. Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.Uppfært: Strákarnir komnir á EM Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23. Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016. Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23. Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex. Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum. Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.Uppfært: Strákarnir komnir á EM Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23. Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00