Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2015 16:00 Strákarnir unnu í Ísrael. vísir/eva Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli. Handbolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli.
Handbolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita