Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48
Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31
Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu