Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. vísir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leigir íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi fyrirtækinu OG Capital íbúðina eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. Salan á íbúðinni fór fram eftir að Illugi var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík í desember 2013. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt 27. júlí 2014 en afhendingardagsetning var nokkrum mánuðum áður, þann 31. desember 2013. Skömmu fyrir afhendingardaginn hafði Illugi verið viðstaddur undirritun samkomulags á milli Orku Energy og Xianyiang-héraðs á Íslandi. Íbúðin, sem Illugi leigir núna af Herði, er 137 fermetrar og var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. Svandís Svavarsdóttir vakti máls á þessu á Alþingi þann 13 apríl. Í fyrirspurn hennar til Illuga spurði hún út í breytingar á frétt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins um ferðalag sendinefndar ráðuneytisins til Kína og hvers eðlis vinna Illuga fyrir Orku Energy var. Í svari Illuga kom fram að breytingin væri gerð til að fyrirbyggja þann misskilning að fulltrúar fyrirtækjanna tveggja Orku Energy og Marel hefðu verið partur af sendinefnd ráðuneytisins heldur þegar stödd í Kína. Í svari sínu um Orku Energy sagði Illugi að honum bæri í raun ekki að tilkynna um störf sín hjá fyrirtækinu en að hann hafi starfað við að koma fyrirtækinu í tengsl við fjárfesta í Singapúr. Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyrirtækin kæmu með á fundinn þar sem burðarás samskipta Íslands og Kína á sviðum orkuvísinda liggi í gegnum þessi fyrirtæki. Alþingi Tengdar fréttir Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leigir íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi fyrirtækinu OG Capital íbúðina eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. Salan á íbúðinni fór fram eftir að Illugi var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík í desember 2013. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt 27. júlí 2014 en afhendingardagsetning var nokkrum mánuðum áður, þann 31. desember 2013. Skömmu fyrir afhendingardaginn hafði Illugi verið viðstaddur undirritun samkomulags á milli Orku Energy og Xianyiang-héraðs á Íslandi. Íbúðin, sem Illugi leigir núna af Herði, er 137 fermetrar og var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. Svandís Svavarsdóttir vakti máls á þessu á Alþingi þann 13 apríl. Í fyrirspurn hennar til Illuga spurði hún út í breytingar á frétt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins um ferðalag sendinefndar ráðuneytisins til Kína og hvers eðlis vinna Illuga fyrir Orku Energy var. Í svari Illuga kom fram að breytingin væri gerð til að fyrirbyggja þann misskilning að fulltrúar fyrirtækjanna tveggja Orku Energy og Marel hefðu verið partur af sendinefnd ráðuneytisins heldur þegar stödd í Kína. Í svari sínu um Orku Energy sagði Illugi að honum bæri í raun ekki að tilkynna um störf sín hjá fyrirtækinu en að hann hafi starfað við að koma fyrirtækinu í tengsl við fjárfesta í Singapúr. Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyrirtækin kæmu með á fundinn þar sem burðarás samskipta Íslands og Kína á sviðum orkuvísinda liggi í gegnum þessi fyrirtæki.
Alþingi Tengdar fréttir Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17
Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44