Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. vísir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leigir íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi fyrirtækinu OG Capital íbúðina eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. Salan á íbúðinni fór fram eftir að Illugi var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík í desember 2013. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt 27. júlí 2014 en afhendingardagsetning var nokkrum mánuðum áður, þann 31. desember 2013. Skömmu fyrir afhendingardaginn hafði Illugi verið viðstaddur undirritun samkomulags á milli Orku Energy og Xianyiang-héraðs á Íslandi. Íbúðin, sem Illugi leigir núna af Herði, er 137 fermetrar og var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. Svandís Svavarsdóttir vakti máls á þessu á Alþingi þann 13 apríl. Í fyrirspurn hennar til Illuga spurði hún út í breytingar á frétt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins um ferðalag sendinefndar ráðuneytisins til Kína og hvers eðlis vinna Illuga fyrir Orku Energy var. Í svari Illuga kom fram að breytingin væri gerð til að fyrirbyggja þann misskilning að fulltrúar fyrirtækjanna tveggja Orku Energy og Marel hefðu verið partur af sendinefnd ráðuneytisins heldur þegar stödd í Kína. Í svari sínu um Orku Energy sagði Illugi að honum bæri í raun ekki að tilkynna um störf sín hjá fyrirtækinu en að hann hafi starfað við að koma fyrirtækinu í tengsl við fjárfesta í Singapúr. Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyrirtækin kæmu með á fundinn þar sem burðarás samskipta Íslands og Kína á sviðum orkuvísinda liggi í gegnum þessi fyrirtæki. Alþingi Tengdar fréttir Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, leigir íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi fyrirtækinu OG Capital íbúðina eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. Salan á íbúðinni fór fram eftir að Illugi var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík í desember 2013. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt 27. júlí 2014 en afhendingardagsetning var nokkrum mánuðum áður, þann 31. desember 2013. Skömmu fyrir afhendingardaginn hafði Illugi verið viðstaddur undirritun samkomulags á milli Orku Energy og Xianyiang-héraðs á Íslandi. Íbúðin, sem Illugi leigir núna af Herði, er 137 fermetrar og var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. Svandís Svavarsdóttir vakti máls á þessu á Alþingi þann 13 apríl. Í fyrirspurn hennar til Illuga spurði hún út í breytingar á frétt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins um ferðalag sendinefndar ráðuneytisins til Kína og hvers eðlis vinna Illuga fyrir Orku Energy var. Í svari Illuga kom fram að breytingin væri gerð til að fyrirbyggja þann misskilning að fulltrúar fyrirtækjanna tveggja Orku Energy og Marel hefðu verið partur af sendinefnd ráðuneytisins heldur þegar stödd í Kína. Í svari sínu um Orku Energy sagði Illugi að honum bæri í raun ekki að tilkynna um störf sín hjá fyrirtækinu en að hann hafi starfað við að koma fyrirtækinu í tengsl við fjárfesta í Singapúr. Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyrirtækin kæmu með á fundinn þar sem burðarás samskipta Íslands og Kína á sviðum orkuvísinda liggi í gegnum þessi fyrirtæki.
Alþingi Tengdar fréttir Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Íbúðin seld 2014 samkvæmt fasteignaskrá. Keypt af félagi sem var áður í eigu Illuga. 26. apríl 2015 15:17
Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels