Tíundi titilleikurinn hjá FH-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2015 09:00 Heimir Guðjónsson þekkir þessa stöðu vel. vísir/valli 352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitilinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú er eins og fyrir ári síðan, lið sem hefur komið mörgum mönnum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hinsvegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Blikar eiga því að margra mati aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna titilinn. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu fleiri stig en KR-liðið en FH-liðið getur unnið áttunda leikinn í röð í Kópavoginum á morgun. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálfan sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-inga spila því tíunda titilleik félagsins á Kópavogsvellinum klukkan 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar frá bæði þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.graf/fréttablaðiðAð þessu sinni er aðstaðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titilinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og framundan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deildinni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-ungar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titlinum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titilinn bæði 2009 og 2012 auk þess að liðið fékk góða hjálp frá Fram í lokaumferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári síðan missti FH-liðið hinsvegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en að Íslandsmeistaratitilinn 2015 er í höfn.vísir/stefánTitilleikir FH: 18. umferð 1989 - Tókst ekki 1 stigs forskot á KA Sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn18. umferð 2004 - Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV Jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn15. umferð 2005 - Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val Jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn16. umferð 2006 - Tókst ekki 7 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í uppbótartíma17. umferð 2006 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heimavelli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn17. umferð 2007 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeistari í 20. sinn21. umferð 2009 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR Sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn19. umferð 2012 - Íslandsmeistarar 9 stiga forskot á ÍBV og KR Jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn22. umferð 2014 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna Jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslandsmeistari í 1. sinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitilinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú er eins og fyrir ári síðan, lið sem hefur komið mörgum mönnum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hinsvegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Blikar eiga því að margra mati aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna titilinn. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu fleiri stig en KR-liðið en FH-liðið getur unnið áttunda leikinn í röð í Kópavoginum á morgun. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálfan sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-inga spila því tíunda titilleik félagsins á Kópavogsvellinum klukkan 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar frá bæði þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.graf/fréttablaðiðAð þessu sinni er aðstaðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titilinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og framundan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deildinni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-ungar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titlinum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titilinn bæði 2009 og 2012 auk þess að liðið fékk góða hjálp frá Fram í lokaumferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári síðan missti FH-liðið hinsvegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en að Íslandsmeistaratitilinn 2015 er í höfn.vísir/stefánTitilleikir FH: 18. umferð 1989 - Tókst ekki 1 stigs forskot á KA Sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn18. umferð 2004 - Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV Jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn15. umferð 2005 - Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val Jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn16. umferð 2006 - Tókst ekki 7 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í uppbótartíma17. umferð 2006 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heimavelli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn17. umferð 2007 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeistari í 20. sinn21. umferð 2009 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR Sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn19. umferð 2012 - Íslandsmeistarar 9 stiga forskot á ÍBV og KR Jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn22. umferð 2014 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna Jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslandsmeistari í 1. sinn
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira