Enski boltinn

Markalaust á Goodison - sex leikir án sigurs hjá Everton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Morrison og Ross Barkley eigast við á Goodison Park í kvöld.
James Morrison og Ross Barkley eigast við á Goodison Park í kvöld. vísir/getty
Everton og West Bromwich Albion skildu jöfn, markalaus, í lokaleik 22. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Everton var mun betra liðið framan af leik og leyfði gestunum varla að snerta boltann, en það náði ekki að koma boltanum í netið.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Kevin Mirallas, Belginn í liði Everton, kjörið tækifæri til að skora þegar vítaspyrna var dæmt eftir að boltinn fór í höndina á Joleon Lescott inn í vítateig.

Belganum tókst þó ekki að skora því hann skaut í stöngina og lokatölur, 0-0.

Everton er án sigurs í síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni, en það er nú búið að gera tvö jafntefli eftir að tapa fjórum í röð. Það hefur aðeins innbyrt tvö stig af síðustu átján mögulegum.

WBA er búið að ná í fimm stig af síðustu níu og er í 14. sæti með 22 stig, stigi á eftir Everton sem er í tólfta sætinu, fjórum stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×