Aukin spenna yfir Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2015 10:30 Rússar hafa birt myndbönd af loftárásum sínum og segjast hafa gert fimmtán árásir í gær. Vísir/EPA Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. Hann segir Rússa ekki hafa komið fram með haldbærar skýringar á því að rússneskar herþotur rufu lofthelgi Tyrklands tvisvar sinnum í gær og í fyrradag. Yfirvöld í Rússlandi segja fyrsta skiptið einungis hafa varið í nokkrar sekúndur og það hafi gerst vegna veðurs. Hitt skiptið sé nú í skoðun. Ríkisstjórn Tyrklands hefur kallað sendiherra Rússa á fund í annað sinn vegna flugs herþotu inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Flugher Rússlands hóf loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Þeir segjast gera loftárásir á Íslamska ríkið og aðra hryðjuverkahópa. NATO og fleiri ríki segja þó að Rússar geri loftárásir á svokallaða hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands, frá völdum.Stoltenberg sagði einnig að samskiptalínur á milli NATO og Rússlands séu opnar, en þær hafi hins vegar ekki verið notaðar hingað til. Hann sagði viðveru Rússlands í Sýrlandi hafa aukist til muna og að hermenn hafi verið sendir þangað sem og herskip.Þröngt á þingi Nú eru fjölmargar flugvélar frá mörgum ríkjum sem notaðar eru til loftárása yfir Sýrlandi. Bandaríkin gera loftárásir, Rússar, Tyrkir, Frakkar, Ástralar, Kanada, Jórdanía, Sádi-Arabía og Sýrlendingar sjálfir. Áhyggjur eru uppi um að slys gæti átt sér stað, þar sem árásir eru oft á tíðum ekki samræmdar.Samkvæmt AP fréttaveitunni funduðu varnarmálasérfræðingar Bandaríkjanna og Rússlands í síðustu viku um hvernig væri hægt að draga úr spennu yfir Sýrlandi. Ekki var komist að neinni niðurstöðu og er búist við að viðræður muni halda áfram. Loftárásir NATO hafa þó flestar verið gerðar í norður- og austurhluta Sýrlands og gegn ISIS, en Rússar hafa gert árásir í vesturhluta landsins. Sjá má yfirlit yfir loftárásir Rússa frá og með 4. október hér á vef Institue for the Study of War. Rússar segja nú að rúmlega 50 herþotur og þyrlur séu notaðar í aðgerðum þeirra í Sýrlandi. Þeir fljúga um 20 til 25 sinnum á degi hverjum, en flugvélar NATO fljúga um átta sinnum á dag. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58 Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00 Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06 Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. Hann segir Rússa ekki hafa komið fram með haldbærar skýringar á því að rússneskar herþotur rufu lofthelgi Tyrklands tvisvar sinnum í gær og í fyrradag. Yfirvöld í Rússlandi segja fyrsta skiptið einungis hafa varið í nokkrar sekúndur og það hafi gerst vegna veðurs. Hitt skiptið sé nú í skoðun. Ríkisstjórn Tyrklands hefur kallað sendiherra Rússa á fund í annað sinn vegna flugs herþotu inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Flugher Rússlands hóf loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Þeir segjast gera loftárásir á Íslamska ríkið og aðra hryðjuverkahópa. NATO og fleiri ríki segja þó að Rússar geri loftárásir á svokallaða hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands, frá völdum.Stoltenberg sagði einnig að samskiptalínur á milli NATO og Rússlands séu opnar, en þær hafi hins vegar ekki verið notaðar hingað til. Hann sagði viðveru Rússlands í Sýrlandi hafa aukist til muna og að hermenn hafi verið sendir þangað sem og herskip.Þröngt á þingi Nú eru fjölmargar flugvélar frá mörgum ríkjum sem notaðar eru til loftárása yfir Sýrlandi. Bandaríkin gera loftárásir, Rússar, Tyrkir, Frakkar, Ástralar, Kanada, Jórdanía, Sádi-Arabía og Sýrlendingar sjálfir. Áhyggjur eru uppi um að slys gæti átt sér stað, þar sem árásir eru oft á tíðum ekki samræmdar.Samkvæmt AP fréttaveitunni funduðu varnarmálasérfræðingar Bandaríkjanna og Rússlands í síðustu viku um hvernig væri hægt að draga úr spennu yfir Sýrlandi. Ekki var komist að neinni niðurstöðu og er búist við að viðræður muni halda áfram. Loftárásir NATO hafa þó flestar verið gerðar í norður- og austurhluta Sýrlands og gegn ISIS, en Rússar hafa gert árásir í vesturhluta landsins. Sjá má yfirlit yfir loftárásir Rússa frá og með 4. október hér á vef Institue for the Study of War. Rússar segja nú að rúmlega 50 herþotur og þyrlur séu notaðar í aðgerðum þeirra í Sýrlandi. Þeir fljúga um 20 til 25 sinnum á degi hverjum, en flugvélar NATO fljúga um átta sinnum á dag.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58 Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00 Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06 Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58
Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00
Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57
Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00
Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09
NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06
Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40