Nemendur og starfsmönnum háskóla í Philadelphia í Bandaríkjunum var skipað að læsa herbergjum og kennslustofum í dag. Það var gert eftir að fregnir bárust af byssumanni á skólalóðinni. Lögreglan hefur nú handtekið 17 ára dreng sem miðaði byssu á nemenda við skólann.
Engum skotum var þó hleypt af, en einungis nokkrir dagar eru síðan að níu nemendur voru myrtir í háskóla í Oregon.
Samkvæmt AP fréttaveitunni var um tvo einstaklinga sem þekktust að ræða og ekki liggur fyrir hvort að sá sem var handtekinn er nemandi við skólann.
Um er að ræða stærsta skólann í Philadelphia, The Community College of Philadelphia, og þar eru um fimmtán þúsund nemendur í fullu námi.
Beindi byssu að háskólanema
Samúel Karl Ólason skrifar
