Hönnunarkeppni um nýbyggingu Landsbanka frestað Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 16:01 Hönnunarkeppni fyrir fyrirhugaða nýbyggingu Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur hefur verið frestað. Keppnin átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað meðal annars til að fara yfir sjónarmið sem komið hafa fram á síðustu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Landsbankans. Gustað hefur um fyrirætlanir Landsbankans varðandi nýbyggingu í miðbænum en til stendur að byggja 16 þúsund fermetra byggingu við Reykjavíkurhöfn. Kostnaður við byggingu nýja hússins er áætlaður um átta milljarðar króna en gert er ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig upp á um tíu árum frá því að húsið er tekið í notkun. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir. Markmiðið með hönnunarkeppninni var „að kalla fram metnaðarfullar hugmyndir um vandaða byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu og styrki miðbæ Reykjavíkur.“ Átti verkinu að ljúka árið 2019. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands en öllum verður gefinn kostur á að senda inn tillögur. Hvenær keppnin hefst er óljóst enn sem komið er. „Nánar verður gerð grein fyrir framhaldinu opinberlega þegar frekari ákvarðanir liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Landsbankans. Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Uppstillingarnefnd engin svör fengið Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sjá meira
Hönnunarkeppni fyrir fyrirhugaða nýbyggingu Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur hefur verið frestað. Keppnin átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað meðal annars til að fara yfir sjónarmið sem komið hafa fram á síðustu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Landsbankans. Gustað hefur um fyrirætlanir Landsbankans varðandi nýbyggingu í miðbænum en til stendur að byggja 16 þúsund fermetra byggingu við Reykjavíkurhöfn. Kostnaður við byggingu nýja hússins er áætlaður um átta milljarðar króna en gert er ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig upp á um tíu árum frá því að húsið er tekið í notkun. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir. Markmiðið með hönnunarkeppninni var „að kalla fram metnaðarfullar hugmyndir um vandaða byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu og styrki miðbæ Reykjavíkur.“ Átti verkinu að ljúka árið 2019. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands en öllum verður gefinn kostur á að senda inn tillögur. Hvenær keppnin hefst er óljóst enn sem komið er. „Nánar verður gerð grein fyrir framhaldinu opinberlega þegar frekari ákvarðanir liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Landsbankans.
Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Uppstillingarnefnd engin svör fengið Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sjá meira
Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43
Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37
Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21