Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2015 19:18 Ómar Ragnarsson gefur ekki mikið fyrir hugmyndir um byggingu nýju höfuðstöðvanna en tillaga að þessu útliti var sett fram árið 2007. Mynd/Landsbankinn „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ eru spurningar sem leituðu á sjónvarpsmanninn Ómar Ragnarsson eftir að tilkynnt var um að Landbankinn hygðist reisa nýja höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Greint var frá áætlununum nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að reisa nýju höfuðstöðvarnar en umræðan um hina nýju byggingu var hávær á árunum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Ómar segir umræðuna þá svipa um margt til þeirra áforma sem nú eru uppi. Þá var sagt að reisa skyldi „ þvílíka risabyggingu Landsbankans á mest áberandi staðnum í gamla miðbænum, að aðrar byggingar yrðu eins og dúfnakofar í samanburðinum,“ segir Ómar. „Fólk tók andköf af hrifningu við á horfa á myndir af þessum stærsta gullkálfi í sögu norrænna þjóða, sem dansað skyldi í kringum. Átta árum síðar virðist sem byrja eigi að grafa þennan gullkálf upp úr gröf sinni og núna fyrir fé almennings,“ segir hann ennfremur en Landsbankinn er í 97.9% eigu íslenska ríkisins. Greint hefur verið frá því að Landsbankinn hafi hafnað ódýrari lóðum fyrir þá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, og segir Ómar ótækt að bruðlað skuli með þessum hætti með almannfé. „Á sínum tíma var okkur sagt að skrímslið mikla yrði kostað af einkafé ofurmenna á fjármálasviðinu. En núna er bankinn að hálfu í eigu almennings og menn depla ekki auga þótt spreða eigi almannafé í nýtt bruðl,“ segir Ómar. „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ eru spurningar sem leituðu á sjónvarpsmanninn Ómar Ragnarsson eftir að tilkynnt var um að Landbankinn hygðist reisa nýja höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Greint var frá áætlununum nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að reisa nýju höfuðstöðvarnar en umræðan um hina nýju byggingu var hávær á árunum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Ómar segir umræðuna þá svipa um margt til þeirra áforma sem nú eru uppi. Þá var sagt að reisa skyldi „ þvílíka risabyggingu Landsbankans á mest áberandi staðnum í gamla miðbænum, að aðrar byggingar yrðu eins og dúfnakofar í samanburðinum,“ segir Ómar. „Fólk tók andköf af hrifningu við á horfa á myndir af þessum stærsta gullkálfi í sögu norrænna þjóða, sem dansað skyldi í kringum. Átta árum síðar virðist sem byrja eigi að grafa þennan gullkálf upp úr gröf sinni og núna fyrir fé almennings,“ segir hann ennfremur en Landsbankinn er í 97.9% eigu íslenska ríkisins. Greint hefur verið frá því að Landsbankinn hafi hafnað ódýrari lóðum fyrir þá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, og segir Ómar ótækt að bruðlað skuli með þessum hætti með almannfé. „Á sínum tíma var okkur sagt að skrímslið mikla yrði kostað af einkafé ofurmenna á fjármálasviðinu. En núna er bankinn að hálfu í eigu almennings og menn depla ekki auga þótt spreða eigi almannafé í nýtt bruðl,“ segir Ómar. „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent