Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júlí 2015 13:43 „Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur.“ vísir/gva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“ Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“
Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00
Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38
Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00
Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent