Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2015 13:58 Akureyringar telja það ekkert einkamál Reykvíkinga, hvar þeir vilja hafa flugvöllinn. visir/pjetur Samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn Akureyrar í gær að skora á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gefa hinni svokölluðu Rögnunefnd svigrúm til að ljúka sinni vinnu vegna framtíðarskipulags við Reykjavíkurflugvöll og að ekki verði afgreitt að svo komnu máli framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu í námunda við flugvöllinn. Svo segir í ályktun sem bæjarstjórnin fyrir norðan sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að eindreginn vilji Akureyringa í þessu máli hafi lengi legið fyrir, hafi verið samþykkt seint í gærkvöldi í borgarstjórn Reykjavíkur að hefja undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll.Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.Samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar sem bókuð var með 11 samhljóða atkvæðum hljóðar svo: „Bæjarstjórn Akureyrar minnir enn og aftur á mikilvægi innanlandsflugs og að aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun. Mikilvægt er að sem víðtækust samstaða allra landsmanna náist um framtíðarfyrirkomulag flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn Akureyrar krefst þess að nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur, Rögnunefndin, fái svigrúm og þann tíma sem hún þarf til þess að leggja fram sínar tillögur og skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að beita sér fyrir því að ekki verði afgreidd framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu fyrr en Rögnunefndin hefur lokið vinnu sinni.“Uppfært 14:30: Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa þegar lýst yfir mikilli ánægju með þessar ábendingar Akureyringanna. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir að auðvitað vilji fólk hafa um hlutverk höfuðborgarinnar að segja og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir segist ánægð með Akureyringana. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Innlegg frá Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Tengdar fréttir Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Borgarstjórn tekur samkonmulag borgarinnar við Valsmenn ehf. fyrir í dag. Valsmenn geta hafið framkvæmdir ef borgarstjórn staðfestir samkomulagið. 17. febrúar 2015 13:15 Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Valsmenn geta byrjað að leggja framkvæmdaveg og jarðvegsudnirbúning á Hlíðarenda. Hefur ekki áhrif á minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 17. febrúar 2015 19:07 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn Akureyrar í gær að skora á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gefa hinni svokölluðu Rögnunefnd svigrúm til að ljúka sinni vinnu vegna framtíðarskipulags við Reykjavíkurflugvöll og að ekki verði afgreitt að svo komnu máli framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu í námunda við flugvöllinn. Svo segir í ályktun sem bæjarstjórnin fyrir norðan sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að eindreginn vilji Akureyringa í þessu máli hafi lengi legið fyrir, hafi verið samþykkt seint í gærkvöldi í borgarstjórn Reykjavíkur að hefja undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll.Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.Samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar sem bókuð var með 11 samhljóða atkvæðum hljóðar svo: „Bæjarstjórn Akureyrar minnir enn og aftur á mikilvægi innanlandsflugs og að aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun. Mikilvægt er að sem víðtækust samstaða allra landsmanna náist um framtíðarfyrirkomulag flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn Akureyrar krefst þess að nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur, Rögnunefndin, fái svigrúm og þann tíma sem hún þarf til þess að leggja fram sínar tillögur og skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að beita sér fyrir því að ekki verði afgreidd framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu fyrr en Rögnunefndin hefur lokið vinnu sinni.“Uppfært 14:30: Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa þegar lýst yfir mikilli ánægju með þessar ábendingar Akureyringanna. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir að auðvitað vilji fólk hafa um hlutverk höfuðborgarinnar að segja og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir segist ánægð með Akureyringana. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Innlegg frá Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir.
Tengdar fréttir Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Borgarstjórn tekur samkonmulag borgarinnar við Valsmenn ehf. fyrir í dag. Valsmenn geta hafið framkvæmdir ef borgarstjórn staðfestir samkomulagið. 17. febrúar 2015 13:15 Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Valsmenn geta byrjað að leggja framkvæmdaveg og jarðvegsudnirbúning á Hlíðarenda. Hefur ekki áhrif á minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 17. febrúar 2015 19:07 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Borgarstjórn tekur samkonmulag borgarinnar við Valsmenn ehf. fyrir í dag. Valsmenn geta hafið framkvæmdir ef borgarstjórn staðfestir samkomulagið. 17. febrúar 2015 13:15
Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Valsmenn geta byrjað að leggja framkvæmdaveg og jarðvegsudnirbúning á Hlíðarenda. Hefur ekki áhrif á minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 17. febrúar 2015 19:07