Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 13:15 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira