Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2015 13:58 Akureyringar telja það ekkert einkamál Reykvíkinga, hvar þeir vilja hafa flugvöllinn. visir/pjetur Samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn Akureyrar í gær að skora á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gefa hinni svokölluðu Rögnunefnd svigrúm til að ljúka sinni vinnu vegna framtíðarskipulags við Reykjavíkurflugvöll og að ekki verði afgreitt að svo komnu máli framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu í námunda við flugvöllinn. Svo segir í ályktun sem bæjarstjórnin fyrir norðan sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að eindreginn vilji Akureyringa í þessu máli hafi lengi legið fyrir, hafi verið samþykkt seint í gærkvöldi í borgarstjórn Reykjavíkur að hefja undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll.Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.Samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar sem bókuð var með 11 samhljóða atkvæðum hljóðar svo: „Bæjarstjórn Akureyrar minnir enn og aftur á mikilvægi innanlandsflugs og að aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun. Mikilvægt er að sem víðtækust samstaða allra landsmanna náist um framtíðarfyrirkomulag flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn Akureyrar krefst þess að nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur, Rögnunefndin, fái svigrúm og þann tíma sem hún þarf til þess að leggja fram sínar tillögur og skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að beita sér fyrir því að ekki verði afgreidd framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu fyrr en Rögnunefndin hefur lokið vinnu sinni.“Uppfært 14:30: Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa þegar lýst yfir mikilli ánægju með þessar ábendingar Akureyringanna. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir að auðvitað vilji fólk hafa um hlutverk höfuðborgarinnar að segja og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir segist ánægð með Akureyringana. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Innlegg frá Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Tengdar fréttir Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Borgarstjórn tekur samkonmulag borgarinnar við Valsmenn ehf. fyrir í dag. Valsmenn geta hafið framkvæmdir ef borgarstjórn staðfestir samkomulagið. 17. febrúar 2015 13:15 Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Valsmenn geta byrjað að leggja framkvæmdaveg og jarðvegsudnirbúning á Hlíðarenda. Hefur ekki áhrif á minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 17. febrúar 2015 19:07 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn Akureyrar í gær að skora á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gefa hinni svokölluðu Rögnunefnd svigrúm til að ljúka sinni vinnu vegna framtíðarskipulags við Reykjavíkurflugvöll og að ekki verði afgreitt að svo komnu máli framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu í námunda við flugvöllinn. Svo segir í ályktun sem bæjarstjórnin fyrir norðan sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að eindreginn vilji Akureyringa í þessu máli hafi lengi legið fyrir, hafi verið samþykkt seint í gærkvöldi í borgarstjórn Reykjavíkur að hefja undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll.Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.Samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar sem bókuð var með 11 samhljóða atkvæðum hljóðar svo: „Bæjarstjórn Akureyrar minnir enn og aftur á mikilvægi innanlandsflugs og að aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun. Mikilvægt er að sem víðtækust samstaða allra landsmanna náist um framtíðarfyrirkomulag flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn Akureyrar krefst þess að nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur, Rögnunefndin, fái svigrúm og þann tíma sem hún þarf til þess að leggja fram sínar tillögur og skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að beita sér fyrir því að ekki verði afgreidd framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu fyrr en Rögnunefndin hefur lokið vinnu sinni.“Uppfært 14:30: Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa þegar lýst yfir mikilli ánægju með þessar ábendingar Akureyringanna. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir að auðvitað vilji fólk hafa um hlutverk höfuðborgarinnar að segja og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir segist ánægð með Akureyringana. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Innlegg frá Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir.
Tengdar fréttir Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Borgarstjórn tekur samkonmulag borgarinnar við Valsmenn ehf. fyrir í dag. Valsmenn geta hafið framkvæmdir ef borgarstjórn staðfestir samkomulagið. 17. febrúar 2015 13:15 Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Valsmenn geta byrjað að leggja framkvæmdaveg og jarðvegsudnirbúning á Hlíðarenda. Hefur ekki áhrif á minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 17. febrúar 2015 19:07 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Borgarstjórn tekur samkonmulag borgarinnar við Valsmenn ehf. fyrir í dag. Valsmenn geta hafið framkvæmdir ef borgarstjórn staðfestir samkomulagið. 17. febrúar 2015 13:15
Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Valsmenn geta byrjað að leggja framkvæmdaveg og jarðvegsudnirbúning á Hlíðarenda. Hefur ekki áhrif á minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 17. febrúar 2015 19:07