Enski boltinn

Mourinho: Costa klárar samninginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jose Mourinho segir að það sé ekkert hæft í þeim sögusögnum að Diego Costa sé aftur á leið í spænsku úrvalsdeildina.

Costa hefur átt erfitt uppdráttar í haust, rétt eins og allt Chelsea-liðið, en þar að auki vakti það mikla athygli þegar hann kastaði vesti sínu í að þjálfaranum Mourinho.

Sjá einnig: Mourinho: Costa verður að finna aðra leið til að meiða mig en með vesti | Sjáðu atvikið

„Hann er ánægður hérna,“ sagði Mourinho en Chelsea mætir í kvöld toppliði Leicester. „Ég held að hann eigi þrjú ár eftir af samningi sínum við Chelsea og ég sé fyrir mér að hann verði hér í þrjú ár til viðbótar.“

Costa er fæddur í Brasilíu en sló í gegn með Atletico Madrid á Spáni. Þaðan kom hann til Chelsea sumarið 2014. Costa virtist gefa nýlega í skyn að hann vildi komast aftur til Madrídar.

Sjá einnig: Allt í góðu eftir kossa og knús

„Hann sagði það ekki. Það sem hann sagði var að maður veit aldrei í fótbolta. Atletico er frábært félag, Madríd frábær borg og La Liga frábær deild.“

„Af hverju ætti 27 ára leikmaður ekki að halda að það sé mögulegt að snúa aftur einn daginn? Ég lít ekki á það sem vandamál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×