„Rooney lítur hræðilega út“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 08:21 Wayne Rooney í leiknum í gær. Vísir/Getty Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30