Enski boltinn

Queens Park Rangers vann loksins á útivelli | Úrslit kvöldsins í enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Zamora og Leroy Fer fagna í kvöld.
Bobby Zamora og Leroy Fer fagna í kvöld. Vísir/Getty
Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool og Arsenal fögnuðu sigri en það gerðu einnig Hull og Queens Park Rangers.

Queens Park Rangers vann 2-0 útisigur á Sunderland en þetta var fyrsti útisigur liðsins á tímabilinu. QPR var búið að tapa ellefu útileikjum í röð. Chris Ramsey stýrði QPR-liðinu til sigurs í kvöld en liðið komst upp úr fallsæti með þessum sigri.

Hull komst einnig upp fyrir Aston Villa og sendi Villa-menn niður í fallsæti með 2-0 sigri í leik liðanna í kvöld.  

Laurent Koscielny og Theo Walcott skoruðu mörk Arsenal í fyrri hálfleik í 2-1 sigri á botnliði Leicester en stigin þrjú komu liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar. Það er hægt að sjá öll mörkin úr leiknum hér.

Mario Balotelli var hetja Liverpool í 3-2 heimasigri á Tottenham en það má sjá öll mörkin úr leiknum hér.

Úrslit í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:

Arsenal - Leicester    2-1

1-0 Laurent Koscielny (28.), 2-0 Theo Walcott (41.), 2-1 Andrej Kramaric (61.)

Hull - Aston Villa    2-0

1-0 Nikica Jelavić  (22.), 2-0 Dame N'Doye (74.)

Sunderland - QPR    0-2

0-1 Leroy Fer (17.), 0-2  Bobby Zamora (46.)

Liverpool - Tottenham    3-2

1-0 Lazar Markovic (15.), 1-1 Harry Kane (26.), 2-1 Steven Gerrard, víti (53.), 2-2 Moussa Dembélé (61.), 3-2 Mario Balotelli (83.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×