Enski boltinn

Balotelli tryggði Liverpool sigur á Tottenham | Sjáið mörkin í leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lazar Marković kom Liverpool í 1-0.
Lazar Marković kom Liverpool í 1-0. Vísir/Getty
Mario Balotelli tryggði Liverool 3-2 sigur á Tottenham í dramatískum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í kvöld.

Balotelli kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði sigurmarkið sitt níu mínútum síðar eftir undirbúning frá öðrum varamanni, Adam Lallana.

Þetta var í þriðja sinn sem Liverpool komst yfir í leiknum en Tottenham jafnaði í bæði skiptin. Þriðja mark Spurs kom þó aldrei og Liverpool fagnaði þremur stigum sem þýðir að liðið er nú aðeins einu stigi á eftir Tottenham sem er í 6. sæti deildarinnar.

1-0 Lazar Markovic (15.) 1-1 Harry Kane (26.) 2-1 Steven Gerrard, víti (53.) 2-2 Moussa Dembélé (61.) 3-2 Mario Balotelli (83.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×