Enski boltinn

Fimmti heimasigur Arsenal í röð kom liðinu upp í fjórða sætið | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Koscielny kom Arsenal í 1-0.
Laurent Koscielny kom Arsenal í 1-0. Vísir/Getty
Arsenal fagnaði fimmta heimasigri sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Leicester. Sigurinn skilaði liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar.  

Arsenal-liðið var ekki alltof sannfærandi í seinni hálfleiknum eftir að hafa komist í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Liðið landaði þó þremur mikilvægum stigum og Arsene Wenger getur verið ánægður með það.

Sigur Arsenal þýðir að liðið komst upp fyrir Manchester United og upp að hlið Southampton en þau eiga bæði leik inni á morgun.

Laurent Koscielny og Theo Walcott skoruðu mörk Arsenal en nýi maðurinn Andrej Kramaric minnkaði muninn í seinni hálfleiknum.

Arsenal varði forystu sína í seinni hálfleik og þrátt fyrir ágæta spretti leikmanna Leicester varð liðið að sætta sig við fjórða tapið í röð.

Miðvörðurinn Laurent Koscielny kom Arsenal í 1-0 á 28. mínútu með marki af stuttu færi eftir hornspyrnu Mesut Özil.

Theo Walcott kom Arsenal í 2-0 á 41. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Mesut Özil.

Andrej Kramaric minnkaði muninn á 61. mínútu með skoti úr teignum eftir pressu við mark Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×