Lofar endanlegum sigri á ISIS Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. desember 2015 07:00 Sigri hrósandi sérsveitarmenn í íraska hernum á götum Ramadí-borgar eftir að hafa hrakið vígasveitir Íslamska ríkisins á brott. Nordicphotos/AFP Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, boðar endanlegan sigur á Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum, í Írak strax á næsta ári. Hann kom í gær til borgarinnar Ramadí, daginn eftir að stjórnarherinn hafði að mestu náð henni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins. Yfirmaður í íraska hernum sagði átökum að mestu lokið í miðborginni. Í gær var þó enn barist um nokkur hverfi borgarinnar og ekki reiknað með að þeim átökum ljúki alveg strax. En fáni Íraks blakti þar í gær við opinberar byggingar sem Íslamska ríkið hafði notað fyrir höfuðstöðvar sínar. Ramadí er höfuðstaður Anbar-héraðs, eina héraðs landsins sem vígasveitum Íslamska ríkisins hefur tekist að sölsa undir sig. Í Anbar búa einkum súnní-múslimar, en aðrir íbúar Íraks eru flestir annaðhvort sjía-múslimar eða Kúrdar. Í árás stjórnarhersins á Ramadí var þess sérstaklega gætt að einungis hersveitir skipaðar súnní-múslimum tækju þátt. Til liðs við þær voru fengnar sveitir heimamanna í Anbar-héraði, sem einnig eru súnní-múslimar og höfðu fengið þjálfun hjá bandarískum hermönnum. Frelsun Ramadí-borgar þykir mikið áfall fyrir Íslamska ríkið og ráðamenn bæði í Írak og Bandaríkjunum hafa sagt hana gríðarmikinn áfanga í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Vígasveitirnar hafa engu að síður enn á sínu valdi mikilvæga staði í Anbar-héraði, þar á meðal borgina Fallúdjah sem er á milli Ramadí og Bagdad. Búast má við skærum og sjálfsvígsárásum í Ramadí og víðar, en almennt þykir ólíklegt að Íslamska ríkinu takist nokkurn tíma að endurheimta borgina á ný. Stjórnarherinn hafði lengi búið sig undir átökin um Ramadí, hafði vikum saman þrengt að borginni og lokað aðkomuleiðum. Meira en 600 loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra á bækistöðvar Íslamska ríkisins eru sagðar hafa gegnt þar lykilhlutverki. Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu Ramadí á sitt vald síðasta vor, en nágrannaborgin Fallúdja féll í hendur Íslamska ríkisins strax í desember árið 2013. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, boðar endanlegan sigur á Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum, í Írak strax á næsta ári. Hann kom í gær til borgarinnar Ramadí, daginn eftir að stjórnarherinn hafði að mestu náð henni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins. Yfirmaður í íraska hernum sagði átökum að mestu lokið í miðborginni. Í gær var þó enn barist um nokkur hverfi borgarinnar og ekki reiknað með að þeim átökum ljúki alveg strax. En fáni Íraks blakti þar í gær við opinberar byggingar sem Íslamska ríkið hafði notað fyrir höfuðstöðvar sínar. Ramadí er höfuðstaður Anbar-héraðs, eina héraðs landsins sem vígasveitum Íslamska ríkisins hefur tekist að sölsa undir sig. Í Anbar búa einkum súnní-múslimar, en aðrir íbúar Íraks eru flestir annaðhvort sjía-múslimar eða Kúrdar. Í árás stjórnarhersins á Ramadí var þess sérstaklega gætt að einungis hersveitir skipaðar súnní-múslimum tækju þátt. Til liðs við þær voru fengnar sveitir heimamanna í Anbar-héraði, sem einnig eru súnní-múslimar og höfðu fengið þjálfun hjá bandarískum hermönnum. Frelsun Ramadí-borgar þykir mikið áfall fyrir Íslamska ríkið og ráðamenn bæði í Írak og Bandaríkjunum hafa sagt hana gríðarmikinn áfanga í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Vígasveitirnar hafa engu að síður enn á sínu valdi mikilvæga staði í Anbar-héraði, þar á meðal borgina Fallúdjah sem er á milli Ramadí og Bagdad. Búast má við skærum og sjálfsvígsárásum í Ramadí og víðar, en almennt þykir ólíklegt að Íslamska ríkinu takist nokkurn tíma að endurheimta borgina á ný. Stjórnarherinn hafði lengi búið sig undir átökin um Ramadí, hafði vikum saman þrengt að borginni og lokað aðkomuleiðum. Meira en 600 loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra á bækistöðvar Íslamska ríkisins eru sagðar hafa gegnt þar lykilhlutverki. Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu Ramadí á sitt vald síðasta vor, en nágrannaborgin Fallúdja féll í hendur Íslamska ríkisins strax í desember árið 2013.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13