Enski boltinn

Klopp búinn að ganga frá fyrstu kaupunum sem stjóri Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marko Grujic, til vinstri, fagnar hér heimsmeistaratitli 20 ára landsliðs sem hann vann með Serbíu síðasta sumar.
Marko Grujic, til vinstri, fagnar hér heimsmeistaratitli 20 ára landsliðs sem hann vann með Serbíu síðasta sumar. Vísir/Getty
Nítján ára Serbi verður fyrsti leikmaðurinn sem Jürgen Klopp kemur með til Liverpool síðan að hann tók við sem knattspyrnustjóri félagsins.

Liverpool Echo segir frá því að Marko Grujic hafi samþykkt fimm ára samning við Liverpool en enska félagið mun borga Rauðu Stjörnunni fimm milljónir punda fyrir hann.

Marko Grujic mun fljúga til Liverpool í vikunni til þess að gangast undir læknisskoðun og hann verður væntanlega orðinn eign Liverpool um leið og félagsskiptaglugginn opnast.

Marko Grujic mun þó ekki spila með Liverpool á þessu tímabili því félagið lánar hann aftur til Rauðu Stjörnunnar þar sem hann verður á láni fram á vor.

Marko Grujic hefur farið fyrir toppliði Rauðu Stjörnunnar á þessu tímabili þrátt fyrir ungan aldur og hann hjálpaði Serbum að vinna HM 20 ára liða í júní.

Ítalska félagið Internazionale var í baráttu við Liverpool um strákinn en það gerði útslagið þegar Jürgen Klopp hringdi í Grujic og sannfærði hann um að það væri rétt að koma á Anfield.

Grujic er 191 sm miðjumaður sem spilar númer átta hjá Rauðu Stjörnunni og menn eru þegar farnir að líkja honum við Steven Gerrard. Það verður því fróðlegt að sjá hvort og hvernig hann ræður við þann samanburð.


Tengdar fréttir

Ibe: Klopp hefur slegið mig utan undir

Jordon Ibe, leikmaður Liverpool, segir að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, hafa slegið hann nokkrum sinnum utan undir á æfingum.

Kroos vill komast í burtu

Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, hefur farið þess á leit við umboðsmann sinn að koma honum frá klúbbnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×