Enski boltinn

Kroos vill komast í burtu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Toni Kroos
Toni Kroos Vísir/Getty
Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, hefur farið þess á leit við umboðsmann sinn að koma honum frá klúbbnum.

Þessi 25 ára leikmaður kom til Spánar frá FC Bayern árið 2014 en hann var eini leikmaður liðsins sem mætti ekki í árlegt jólaboð félagsins á miðvikudagskvöldið síðastliðið.

Kroos hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði viljað á tímabilinu og vill komast í burtu.

Ensku liðin Man. Utd., Manchester City, Liverpool, Arsenal og Chelsea hafa öll áhuga á þessum sterka miðjumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×