Enski boltinn

McClean: Hegðun Klopp svolítið heimskuleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James McClean, leikmaður West Brom, var ekki hrifinn af hegðun Þjóðverjans Jürgen Klopp eftir að Liverpool tryggði sér 2-2 jafntefli í leik liðanna um helgina.

Divock Origi skoraði jöfnunarmark Liverpool á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins og Klopp fagnaði markinu innilega, eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Eftir leik leiddi hann sína menn út á völl og fagnaði stiginu með áhorfendum.

Sjá einnig: Klopp og leikmenn Liverpool fögnuðu jafntefli við WBA eins og liðið hefði unnið leikinn | Myndir

„Ef ég á að vera fullkomnlega hreinskilinn þá fannst mér þetta fremur heimskulegt af honum,“ sagði McClean við Sky Sports í gær. „Mér fannst hann bregðast skyldum sínum.“

Það mátti sjá í leiknum að þeim Klopp og Tony Pulis, stjóra West Brom, samdi ekki sérlega vel og tókust þeir ekki í hendur að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×