Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Atli ísleifsson skrifar 29. desember 2015 13:13 Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, og dómsmálaráðherrann Anders Anundsen. Vísir/AFP Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að mögulegt verði að visa öllum hælisleitendum frá þegar við landamærin. Er meðal annars vísað til að Svíar hafi þegar tekið upp sambærilegar takmarkanir. Tillögurnar hafa þegar sætt nokkurri gagnrýni og segja talsmenn Kristilega þjóðarflokksins, eins samstarfsflokka stjórnarflokkanna, að tillögurnar muni erfiða aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi.Í frétt NRK kemur fram að samkvæmt tillögunum muni hælisletendur fyrst geta hlotið varanlegt landvistarleyfi að fimm árum liðnum, í stað þriggja, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Gerð er krafa um að viðkomandi útvegi sér heimili, atvinnu eða skrái sig í nám, auk þess að ná munnlegu prófi í norsku. Stjórnin herðir jafnframt reglur er varða möguleika á að fjölskylda og aðstandendur þeirra sem þegar hafa hlotið ríkisborgararétt flytji til landsins. Vernd sé tryggð öllum þeim sem eru undir átján ára, en aðrir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þörf þeirra fyrir vernd prófuð. Skilgreining á flóttamanni verður einnig þrengri, sem þýðir að færri eigi rétt á lífeyrisgreiðslum og félagslegum bótum. „Við verðum að sjá til þess að það verði ekki eins aðlagandi fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir vernd að koma til Noregs,“ sagði Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, í morgun. Norsk yfirvöld áætla að milli 10 og 100 þúsund flóttamenn muni koma til Noregs á næsta ári. „Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir norska velferðarkerfið í för með sér,“ sagði Listhaug og bætti við að innflytjendastefna Noregs verði nú ein sú strangasta í álfunni.DN segir að norsk yfirvöld muni taka fingra- og fótaför af öllum þeim hælisleitendum sem koma frá löndum utan ESB og evrópska efnahagssvæðisins og verður upplýsingum ekki eytt fyrr en að tíu árum liðnum. Ríkisstjórnin stefnir einnig á að taka upp verklag sem felur í sér að hælisleitendur fái inneignarkort í stað reiðufés. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þeir sendi féð úr landi. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að mögulegt verði að visa öllum hælisleitendum frá þegar við landamærin. Er meðal annars vísað til að Svíar hafi þegar tekið upp sambærilegar takmarkanir. Tillögurnar hafa þegar sætt nokkurri gagnrýni og segja talsmenn Kristilega þjóðarflokksins, eins samstarfsflokka stjórnarflokkanna, að tillögurnar muni erfiða aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi.Í frétt NRK kemur fram að samkvæmt tillögunum muni hælisletendur fyrst geta hlotið varanlegt landvistarleyfi að fimm árum liðnum, í stað þriggja, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Gerð er krafa um að viðkomandi útvegi sér heimili, atvinnu eða skrái sig í nám, auk þess að ná munnlegu prófi í norsku. Stjórnin herðir jafnframt reglur er varða möguleika á að fjölskylda og aðstandendur þeirra sem þegar hafa hlotið ríkisborgararétt flytji til landsins. Vernd sé tryggð öllum þeim sem eru undir átján ára, en aðrir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þörf þeirra fyrir vernd prófuð. Skilgreining á flóttamanni verður einnig þrengri, sem þýðir að færri eigi rétt á lífeyrisgreiðslum og félagslegum bótum. „Við verðum að sjá til þess að það verði ekki eins aðlagandi fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir vernd að koma til Noregs,“ sagði Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, í morgun. Norsk yfirvöld áætla að milli 10 og 100 þúsund flóttamenn muni koma til Noregs á næsta ári. „Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir norska velferðarkerfið í för með sér,“ sagði Listhaug og bætti við að innflytjendastefna Noregs verði nú ein sú strangasta í álfunni.DN segir að norsk yfirvöld muni taka fingra- og fótaför af öllum þeim hælisleitendum sem koma frá löndum utan ESB og evrópska efnahagssvæðisins og verður upplýsingum ekki eytt fyrr en að tíu árum liðnum. Ríkisstjórnin stefnir einnig á að taka upp verklag sem felur í sér að hælisleitendur fái inneignarkort í stað reiðufés. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þeir sendi féð úr landi.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira