Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Atli ísleifsson skrifar 29. desember 2015 13:13 Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, og dómsmálaráðherrann Anders Anundsen. Vísir/AFP Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að mögulegt verði að visa öllum hælisleitendum frá þegar við landamærin. Er meðal annars vísað til að Svíar hafi þegar tekið upp sambærilegar takmarkanir. Tillögurnar hafa þegar sætt nokkurri gagnrýni og segja talsmenn Kristilega þjóðarflokksins, eins samstarfsflokka stjórnarflokkanna, að tillögurnar muni erfiða aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi.Í frétt NRK kemur fram að samkvæmt tillögunum muni hælisletendur fyrst geta hlotið varanlegt landvistarleyfi að fimm árum liðnum, í stað þriggja, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Gerð er krafa um að viðkomandi útvegi sér heimili, atvinnu eða skrái sig í nám, auk þess að ná munnlegu prófi í norsku. Stjórnin herðir jafnframt reglur er varða möguleika á að fjölskylda og aðstandendur þeirra sem þegar hafa hlotið ríkisborgararétt flytji til landsins. Vernd sé tryggð öllum þeim sem eru undir átján ára, en aðrir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þörf þeirra fyrir vernd prófuð. Skilgreining á flóttamanni verður einnig þrengri, sem þýðir að færri eigi rétt á lífeyrisgreiðslum og félagslegum bótum. „Við verðum að sjá til þess að það verði ekki eins aðlagandi fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir vernd að koma til Noregs,“ sagði Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, í morgun. Norsk yfirvöld áætla að milli 10 og 100 þúsund flóttamenn muni koma til Noregs á næsta ári. „Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir norska velferðarkerfið í för með sér,“ sagði Listhaug og bætti við að innflytjendastefna Noregs verði nú ein sú strangasta í álfunni.DN segir að norsk yfirvöld muni taka fingra- og fótaför af öllum þeim hælisleitendum sem koma frá löndum utan ESB og evrópska efnahagssvæðisins og verður upplýsingum ekki eytt fyrr en að tíu árum liðnum. Ríkisstjórnin stefnir einnig á að taka upp verklag sem felur í sér að hælisleitendur fái inneignarkort í stað reiðufés. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þeir sendi féð úr landi. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að mögulegt verði að visa öllum hælisleitendum frá þegar við landamærin. Er meðal annars vísað til að Svíar hafi þegar tekið upp sambærilegar takmarkanir. Tillögurnar hafa þegar sætt nokkurri gagnrýni og segja talsmenn Kristilega þjóðarflokksins, eins samstarfsflokka stjórnarflokkanna, að tillögurnar muni erfiða aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi.Í frétt NRK kemur fram að samkvæmt tillögunum muni hælisletendur fyrst geta hlotið varanlegt landvistarleyfi að fimm árum liðnum, í stað þriggja, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Gerð er krafa um að viðkomandi útvegi sér heimili, atvinnu eða skrái sig í nám, auk þess að ná munnlegu prófi í norsku. Stjórnin herðir jafnframt reglur er varða möguleika á að fjölskylda og aðstandendur þeirra sem þegar hafa hlotið ríkisborgararétt flytji til landsins. Vernd sé tryggð öllum þeim sem eru undir átján ára, en aðrir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þörf þeirra fyrir vernd prófuð. Skilgreining á flóttamanni verður einnig þrengri, sem þýðir að færri eigi rétt á lífeyrisgreiðslum og félagslegum bótum. „Við verðum að sjá til þess að það verði ekki eins aðlagandi fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir vernd að koma til Noregs,“ sagði Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, í morgun. Norsk yfirvöld áætla að milli 10 og 100 þúsund flóttamenn muni koma til Noregs á næsta ári. „Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir norska velferðarkerfið í för með sér,“ sagði Listhaug og bætti við að innflytjendastefna Noregs verði nú ein sú strangasta í álfunni.DN segir að norsk yfirvöld muni taka fingra- og fótaför af öllum þeim hælisleitendum sem koma frá löndum utan ESB og evrópska efnahagssvæðisins og verður upplýsingum ekki eytt fyrr en að tíu árum liðnum. Ríkisstjórnin stefnir einnig á að taka upp verklag sem felur í sér að hælisleitendur fái inneignarkort í stað reiðufés. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þeir sendi féð úr landi.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira