Erlent

Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar

Atli Ísleifsson skrifar
Skot- og sprengjuhljóð hafa heyrst í Kabúl í kvöld.
Skot- og sprengjuhljóð hafa heyrst í Kabúl í kvöld. Vísir/AFP
Uppreisnarmenn hafa gert sprengjuárás við gistiheimili í sendiráðahverfi afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl. Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því.

Fljótlega eftir að tilkynnt var um árásina lýstu Talibanar yfir ábyrgð á henni og segja að liðsmenn þeirra hafi sprengt bílsprengju í Sherpur-hverfinu og að þeir hafist nú víð í byggingu skammt frá.

Talibanar hafa fjölgað árásum sínum í landinu að undanförnu og fétust um fimmtíu manns í bardögum við afganskar öryggissveitir í Kandahar fyrr í vikunni.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að spænskur lögreglumaður hafi særst í árásinni og verið fluttur á nálægt sjúkrahús.

Í frétt BBC kemur fram að afganskar öryggissveitir segi að árásarmennirnir séu sjö talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×