Enski boltinn

Klopp og leikmenn Liverpool fögnuðu jafntefli við WBA eins og liðið hefði unnið leikinn | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool gerði 2-2 jafntefli á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á heimavelli Liverpool, Anfield.

Flestir myndu líta svo á að þetta væru tvö töpuð stig á heimavelli en þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp leit ekki þannig á það.  

Liverpool komst sanngjarnt í 1-0 á 21. mínútu en fékk síðan á sig jöfnunarmark á 30. mínútu og Jonas Olsson kom WBA síðan í 2-1 á 73. mínútu.

Það stefndi allt í tap hjá Liverpool liðinu á heimavelli og ekki leit þetta betur út þegar Dejan Lovren var borinn sárþjáður af velli á 79. mínútu eftir ljóta tæklingu.

Varamaður Dejan Lovren var Divock Origi og það var einmitt þessi tvítugi Belgi sem tryggði Liverpool jafntefli með því að skora á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Skot Origi breytti mikið um stefnu af varnarmanni.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnaði jöfnunarmarkinu gríðarlega og eftir leikinn þá fagnaði hann og leikmenn Liverpool-liðsins með stuðningsmönnum sínum.

Þetta höfum við séð áður þegar Klopp var með Borussia Dortmund en mörgum þótti það afar skrýtið að jafntefli á heimavelli við West Brom hafi kallað á svona mikinn fögnuð hjá leikmönnum Liverpool eftir leik.

Ákvörðun Klopp fékk líka sinn skammt af gagnrýni á samfélagsmiðlum sem og í enskum fjölmiðlum. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvort þessi stund eigi eftir að þjappa liðu og stuðningsfólki enn meira saman fyrir komandi leiki.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fögnuðu leikmanna Liverpool.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×