Enski boltinn

Daniel Sturridge enn og aftur frá vegna meiðsla

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daniel Sturridge getur ekki haldist heill.
Daniel Sturridge getur ekki haldist heill. vísir/getty
Enn og aftur þarf Liverpool að horfa á eftir Daniel Sturridge, framherja liðsins, á meiðslalistann en hann verður ekkert með næstu vikurnar.

Sturridge tognaði aftan í læri í 2-0 tapi Liverpool gegn Newcastle á sunnudaginn þar sem hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

Þessi öflugi framherji er aðeins búinn að taka þátt í sex leikjum á þessari leiktíð en skora fjögur mörk.

Sturridge tók aðeins þátt í 18 af 58 leikjum Liverpool á síðustu leiktíð sem gerir 31 prósent. Hann hefur aðeins getað spilað 26 prósent af leikjum liðsins á yfirstandandi tímabili.

Stuðningsmenn Liverpool fengu vatn í munninn í síðustu viku þegar Sturridge spilaði frábærlega og skoraði tvö mörk í 6-1 rústi á Southampton í deildabikarnum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 62. mínútu.

Fleiri verða leikirnir þó ekki í bili en Liverpool er auðvitað með Danny Ings á meiðslalistanum út tímabilið.


Tengdar fréttir

Carragher: Varnarmenn Man City geta ekki hlaupið

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, var ekki hrifinn af varnarleik Manchester City í 2-0 tapinu fyrir Stoke City á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×