Enski boltinn

Segja meiðsli Sturridge ekki jafn slæm og talið var

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Verður Daniel Sturridge jólabarnið í Liverpool?
Verður Daniel Sturridge jólabarnið í Liverpool? vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports eru meiðsli Daniels Sturridge, framherja Liverpool, ekki jafn slæm og fyrst var talið.

Sturridge tognaði í læri þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi Liverpool gegn Newcastle á sunudaginn og var fyrst talið að hann yrði frá í nokkrar vikur.

Nú herma heimildir Sky Sports að Sturridge gæti snúið aftur þegar Liverpool tekur á móti Leicester á öðrum degi jóla og hann verði með í hátíðarleikjunum um jól og áramót.

Sturridge missir klárlega af leik Liverpool gegn West Brom um helgina og Watford viku síðar auk Evrópudeildarleiknum gegn Sion á morgun. Liverpool er þó komið áfram í Evrópudeildinni.

Það yrði mikill happafengur fyrir Liverpool að fá Sturridge fyrr til baka en reiknað var með enda er framherjinn búinn að skora fjögur mörk í sex leikjum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×