Enski boltinn

Klopp: Nú skil ég betur af hverju allir biðu svona spenntir eftir Sturridge

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp og Daniel Sturridge í gær.
Jürgen Klopp og Daniel Sturridge í gær. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var í miklu stuði eftir 6-1 sigur liðsins á Southampton á útivelli í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í gær.

Daniel Sturridge byrjaði inná í fyrsta sinn síðan að Jürgen Klopp tók við en enski landsliðsframherjinn hefur verið meiddur nær allan tímann.

Sturridge sýndi snilli sína með því að skora tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í fyrri hálfleik eftir að Liverpool hafði lenti 1-0 undir á fyrstu mínútu leiksins.

„Ég sagði við Sturridge eftir leikinn: Nú skil ég betur hvað allir eru að tala um. Takk fyrir þetta," sagði Jürgen Klopp eftir leikinn.

Sjá einnig:Flugeldasýning hjá Liverpool | Origi með þrennu og Sturridge með tvö

Þetta var aðeins fimmti leikur Daniel Sturridge á tímabilinu og hann hefur þegar skorað fjögur mörk í þeim.

Klopp sendi Daniel Sturridge smá skilaboð þegar hann meiddist rétt fyrir Evrópudeildarleik á dögunum og þýski stjórinn talaði þá um að leikmaðurinn þyrfti að greina á milli alvöru sársauka og sársauka.

„Auðvitað vissi ég alveg hvað hann getur. Það var aldrei vandmálið. Ég hafði hinsvegar aldrei séð hann á vellinum í svona mikilvægum leik," sagði Klopp.

„Ég veit ekki hvort hann getur orðið betri en fyrir tveimur árum. Hann átti ekki fullkomið undirbúningstímabil. Það var hinsvegar mjög góð ákvörðun að velja hann í byrjunarliðið," sagði Klopp.

Daniel Sturridge skoraði 31 mark í 33 leikjum á fyrsta eina og hálfa tímabili sínu hjá Liverpool en hefur aðeins spilað samtals 16 úrvalsdeildarleiki síðan að Luis Suarez var seldur til Barcelona sumarið 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×