Enski boltinn

Flugeldasýning hjá Liverpool | Origi með þrennu og Sturridge með tvö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Liverpool er komið áfram í undanúrslit ensku deildabikarkeppninnar eftir að hafa farið illa með Southampton á útivelli í kvöld, 6-1.

Sadio Mane kom reyndar heimamönnum yfir eftir aðeins 40 sekúndur en gleði þeirra reyndist skammvinn.

Daniel Sturridge, sem var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik undir stjórn Jürgen Klopp, tók leikinn yfir og skoraði tvívegis á þriggja mínútna kafla um miðbik hálfleiksins.

Divock Origi bætti svo þriðja markinu við er hann stýrði skoti Alberto Moreno í netið og var staðan 3-1 að loknum fyrri hálfleiknum.

Gestirnir frá Liverpool héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Origi skoraði öðru sinni, nú með glæsilegu skoti á 69. mínútu. Jordan Ibe bætti við marki fjórum mínútum síðar áður en Origi innsiglaði þrennuna á 86. mínútu.

Glæsilegur sigur hjá Liverpool sem er ásamt Stoke, Manchester City og Everton komið áfram í undanúrslit keppninnar.

Sadio Mane kemur Southampton yfir: Daniel Sturridge jafnar metin á 26. mínútu: Sturridge kemur Liverpool yfir á 29. mínútu: Divock Origi skorar á 45. mínútu er hann stýrði skoti Alberto Moreno í netið: Origi kom Liverpool í 4-1 forystu á 69. mínútu: Jordon Ibe komst á blað og skoraði fimmta mark Liverpool á 73. mínútu: Divock Origi fullkomnaði þrennuna á 86. mínútu og kom Liverpool í 6-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×