Enski boltinn

Stoke fær Klopp í heimsókn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna í kvöld. Vísir/Getty
Liverpool mætir Stoke á útivelli í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar en dregið var í kvöld, eftir 6-1 stórsigur Liverpool á Southampton í lokaleik fjórðungsúrslitanna.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Everton og Manchester City.

Leikið verður heima og að heiman en fyrri leikirnir fara fram í kringum 4. janúar og þeir síðari um 25. janúar.

Úrslitaleikurinn fer svo fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. febrúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×