Carragher: Varnarmenn Man City geta ekki hlaupið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2015 13:45 Bacary Sagna var í vandræðum gegn Stoke. vísir/getty Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, var ekki hrifinn af varnarleik Manchester City í 2-0 tapinu fyrir Stoke City á laugardaginn. Austurríkismaðurinn Marco Arnautovic skoraði bæði mörk Stoke í leiknum en varnarlína City leit illa út í báðum tilvikum. „Það var nóg um letilegan varnarleik gegn Stoke. Með því á ég við að leikmenn nenni ekki að hlaupa. En ég sá merki um annað um helgina; leikmenn serm geta ekki hlaupið. Það gæti verið stærra vandamál fyrir City,“ sagði Carragher í þættinum Monday Night Football í gær. „Bacary Sagna er að verða 33 ára og hann hefur spilað 26 leiki fyrir félagslið og landslið á þessu tímabili. Það lítur út fyrir að hann ráði ekki við það,“ sagði Carragher um franska hægri bakvörðinn sem átti slakan leik á laugardaginn. Gamli Liverpool-maðurinn var heldur ekki hrifinn af frammistöðu miðvarða City, Argentínumannanna Martín Demichelis og Nicolas Otamendi. „Miðverðirnir voru líka mjög slakir, sérstaklega Demichelis. Það hefur mikið verið talað um að City sakni Vincent Kompany en þetta hefur ekkert með það að gera,“ sagði Carragher. „City á í vandræðum með unga og kraftmikla leikmenn sem stinga sér aftur fyrir vörnina þeirra. Þetta gerðist líka gegn Liverpool og Tottenham en Sagna, Demichelis og (Aleksandar) Kolarov spiluðu alla þessa leiki og þeir eru allir 30 ára og eldri. „Þetta er viðvarandi vandamál hjá City og þeir þurfa að kaupa varnarmenn í sumar. Eliaquim Mangala er yngsti varnarmaðurinn þeirra og hann er ekki nógu góður,“ bætti Carragher við. Eftir tapið um helgina er City í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Leicester City. City mætir Borussia Mönchengladbach í lokaleik sínum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum og á enn möguleika á að vinna riðilinn. Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, var ekki hrifinn af varnarleik Manchester City í 2-0 tapinu fyrir Stoke City á laugardaginn. Austurríkismaðurinn Marco Arnautovic skoraði bæði mörk Stoke í leiknum en varnarlína City leit illa út í báðum tilvikum. „Það var nóg um letilegan varnarleik gegn Stoke. Með því á ég við að leikmenn nenni ekki að hlaupa. En ég sá merki um annað um helgina; leikmenn serm geta ekki hlaupið. Það gæti verið stærra vandamál fyrir City,“ sagði Carragher í þættinum Monday Night Football í gær. „Bacary Sagna er að verða 33 ára og hann hefur spilað 26 leiki fyrir félagslið og landslið á þessu tímabili. Það lítur út fyrir að hann ráði ekki við það,“ sagði Carragher um franska hægri bakvörðinn sem átti slakan leik á laugardaginn. Gamli Liverpool-maðurinn var heldur ekki hrifinn af frammistöðu miðvarða City, Argentínumannanna Martín Demichelis og Nicolas Otamendi. „Miðverðirnir voru líka mjög slakir, sérstaklega Demichelis. Það hefur mikið verið talað um að City sakni Vincent Kompany en þetta hefur ekkert með það að gera,“ sagði Carragher. „City á í vandræðum með unga og kraftmikla leikmenn sem stinga sér aftur fyrir vörnina þeirra. Þetta gerðist líka gegn Liverpool og Tottenham en Sagna, Demichelis og (Aleksandar) Kolarov spiluðu alla þessa leiki og þeir eru allir 30 ára og eldri. „Þetta er viðvarandi vandamál hjá City og þeir þurfa að kaupa varnarmenn í sumar. Eliaquim Mangala er yngsti varnarmaðurinn þeirra og hann er ekki nógu góður,“ bætti Carragher við. Eftir tapið um helgina er City í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Leicester City. City mætir Borussia Mönchengladbach í lokaleik sínum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum og á enn möguleika á að vinna riðilinn.
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira