Enski boltinn

Meiðslin ekki alvarleg hjá Coutinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coutinho situr í grasinu um helgina.
Coutinho situr í grasinu um helgina. Vísir/Getty

Stuðningsmenn Liverpool geta andað léttar en meiðsli Brasilíumannsins Philippe Coutinho reyndust ekki alvarleg.

Coutinho meiddist aftan í læri í 4-1 sigri Liverpool á Manchester City um helgina og haltraði af velli. Myndataka leiddi hins vegar í ljós í gær að meiðslin eru ekki alvarleg og að Coutinho eigi möguleika á að ná leik Liverpool gegn Swansea um helgina.

Sjá einnig: Liverpool rúllaði yfir Manchester City

Sérfræðingar munu hins vegar áfram fylgjast með hinum 23 ára Brasilíumanni sme skoraði eitt mark og lagði upp annað í leiknum um helgina. Coutinho hefur blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp og skorað fjögur mörk í síðustu þremur deildarleikjum Liverpool.

Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir þrettán leiki og aðeins tvö stig skilja að liðin í 6.-11. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×