Enski boltinn

Liverpool rúllaði yfir Manchester City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna hér marki.
Leikmenn Liverpool fagna hér marki. vísir/getty
Liverpool vann magnaðan sigur á Manchester City, 4-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leikurinn fór fram á heimavelli City en leikurinn hófst skelfilega fyrir heimamenn þegar Eliaquim Mangala skoraði sjálfsmark. Philippe Coutinho kom Liverpool í 2-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og var staðan orðin 3-0 stuttu síðar þegar Roberto Firmino skoraði þriðja mark leiksins.

Sergio Aguero minnkaði muninn í 3-1 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og ótrúlegum fyrri hálfleik lokið.

Martin Skrtel skoraði síðan fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Niðurstaðan öruggur sigur Liverpool sem er í níunda sæti deildarinnar með 20 stig.

Manchester City er í því þriðja með 26 stig. 

Eliaquim Mangala skorar sjálfsmark
Philippe Coutinho kemur Liverpool í 2-0
Roberto Firmino kemur Liverpool í 3-0
Sergio Aguero minnkar muninn fyrir Man. City
Martin Skrtel kemur Liverpool í 4-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×