Wenger: Það geta ekki allir 740 leikmennirnir á HM verið hreinir Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 08:30 Arsene Wenger vill herða lyfjaeftirlit í fótboltanum. vísir/getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, óttast að fótboltinn gæti átt við vandamál að stríða hvað varðar árangursbætandi efni í ljósi skandalsins sem upp er kominn í frjálsíþróttunum. Í viðtali við franska blaðið L'Equipe segist Wenger oft hafa mætt liðum þar sem hann grunar forráðamenn þess um að dæla lyfjum leikmennina. Bara á þessu tímabili tapaði Arsenal, 2-1, fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni og ein stjarna króatíska liðsins, Arijan Ademi, féll nokkrum vikum síðar á lyfjaprófi.Sigurvegurum hampað sama hvernig þeir unnu „Ég reyni að trúa á gildin sem ég tel mikilvæg í þessu lífi og reyni að deila þeim með öðrum. Á 30 árum sem þjálfari hef ég aldrei sprautað neinu í leikmenn mína til að gera þá betri og ég er stoltur af því,“ segir Wenger. „Fyrir mér er það fallega við íþróttir að allir vilja vinna. Það verður samt bara alltaf einn sigurvegari. Við erum kominn á þann stasð að sigurvegurum er hampað sama hvernig þeir komust á toppinn.“ „Síðan áttum við okkur á því tíu árum seinna að viðkomandi var svindlari og á þeim tíma þjáðist sá sem var í öðru sæti. Hann fékk enga viðurkenningu,“ segir Wenger.Tölfræðilega ekki hægt Frakkinn vill að forráðamenn knattspyrnunnar auki lyfjaeftirlitið og standi að frekari rannsóknum til að koma í veg fyrir lyfjamisferli. „Í sannleika sagt finnst mér við ekki framkvæma nóg af lyfjaprófum. Ég á erfitt með að trúa að 740 leikmenn fari í gegnum heimsmeistarakeppnina án þess að lenda í vandræðum. Tölfræðilega á það ekki að geta gerst,“ segir Wenger. „Við getum gert betur og kafað dýpra. Ég vona að England sé hreint þegar kemur að þessu en ég veit ekki hvernig staðan er. Ég veit að þegar menn fara í lyfjapróf eftir Evrópuleiki er bara tekið þvagsýni en ekki blóðsýni. Ég hef beðið yfirvaldið margsinnis um að breyta þessu,“ segir Arsene Wenger. Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, óttast að fótboltinn gæti átt við vandamál að stríða hvað varðar árangursbætandi efni í ljósi skandalsins sem upp er kominn í frjálsíþróttunum. Í viðtali við franska blaðið L'Equipe segist Wenger oft hafa mætt liðum þar sem hann grunar forráðamenn þess um að dæla lyfjum leikmennina. Bara á þessu tímabili tapaði Arsenal, 2-1, fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni og ein stjarna króatíska liðsins, Arijan Ademi, féll nokkrum vikum síðar á lyfjaprófi.Sigurvegurum hampað sama hvernig þeir unnu „Ég reyni að trúa á gildin sem ég tel mikilvæg í þessu lífi og reyni að deila þeim með öðrum. Á 30 árum sem þjálfari hef ég aldrei sprautað neinu í leikmenn mína til að gera þá betri og ég er stoltur af því,“ segir Wenger. „Fyrir mér er það fallega við íþróttir að allir vilja vinna. Það verður samt bara alltaf einn sigurvegari. Við erum kominn á þann stasð að sigurvegurum er hampað sama hvernig þeir komust á toppinn.“ „Síðan áttum við okkur á því tíu árum seinna að viðkomandi var svindlari og á þeim tíma þjáðist sá sem var í öðru sæti. Hann fékk enga viðurkenningu,“ segir Wenger.Tölfræðilega ekki hægt Frakkinn vill að forráðamenn knattspyrnunnar auki lyfjaeftirlitið og standi að frekari rannsóknum til að koma í veg fyrir lyfjamisferli. „Í sannleika sagt finnst mér við ekki framkvæma nóg af lyfjaprófum. Ég á erfitt með að trúa að 740 leikmenn fari í gegnum heimsmeistarakeppnina án þess að lenda í vandræðum. Tölfræðilega á það ekki að geta gerst,“ segir Wenger. „Við getum gert betur og kafað dýpra. Ég vona að England sé hreint þegar kemur að þessu en ég veit ekki hvernig staðan er. Ég veit að þegar menn fara í lyfjapróf eftir Evrópuleiki er bara tekið þvagsýni en ekki blóðsýni. Ég hef beðið yfirvaldið margsinnis um að breyta þessu,“ segir Arsene Wenger.
Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira