Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 14:15 Ræningjarnir flúðu á hvítum Nissan jepplingi sem þeir skildu eftir við Grindavíkurafleggjarann. mynd/loftmyndir.is Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verðmæti þýfis sem tekið var í skartgriparáni í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Rannsókn málsins miðar vel og vonast er til þess að henni ljúki á næstu vikum. Aðeins lítill hluti þess hefur fundist og segir Margeir lögreglu í raun ekki vita hvað hafi orðið um restina af þýfinu. Eitt af því sem lögreglan skoðar meðal annars er hvort að þýfið hafi verið sent úr landi en að sögn Margeirs gerir lögreglan sér ekki miklar vonir um að finna það. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna en tveir aðrir eru grunaðir í málinu en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru íslenskir og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim sem enn er í haldi að hinir tveir sem einnig eru grunaðir í málinu haldi því fram að hann hafi skipulagt ránið.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmSkipulagt og hrottafengið rán Margeir segir það liggja ljóst fyrir að ránið var skipulagt. Greint var frá því á Vísi að ránið hafi verið hrottafengið eins og sjá mætti á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir tveir sem réðust inn í verslunina voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Lögregla sagði myndbandið sláandi. Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina.Ekki fleiri grunaðir um aðild að ráninu Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs.Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Aðspurður um hvort fleiri en þremenningarnir séu grunaðir um aðild að því segir Margeir lögregluna ekki hafa sannanir þess efnis enn sem komið er í höndunum. Nokkrir aðilar voru handteknir í upphafi málsins og yfirheyrðir vegna þess en hvort það skili sér í því að þeir fái stöðu sakborninga sé ótímabært að segja. Tengdar fréttir Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verðmæti þýfis sem tekið var í skartgriparáni í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Rannsókn málsins miðar vel og vonast er til þess að henni ljúki á næstu vikum. Aðeins lítill hluti þess hefur fundist og segir Margeir lögreglu í raun ekki vita hvað hafi orðið um restina af þýfinu. Eitt af því sem lögreglan skoðar meðal annars er hvort að þýfið hafi verið sent úr landi en að sögn Margeirs gerir lögreglan sér ekki miklar vonir um að finna það. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna en tveir aðrir eru grunaðir í málinu en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru íslenskir og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim sem enn er í haldi að hinir tveir sem einnig eru grunaðir í málinu haldi því fram að hann hafi skipulagt ránið.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmSkipulagt og hrottafengið rán Margeir segir það liggja ljóst fyrir að ránið var skipulagt. Greint var frá því á Vísi að ránið hafi verið hrottafengið eins og sjá mætti á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir tveir sem réðust inn í verslunina voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Lögregla sagði myndbandið sláandi. Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina.Ekki fleiri grunaðir um aðild að ráninu Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs.Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Aðspurður um hvort fleiri en þremenningarnir séu grunaðir um aðild að því segir Margeir lögregluna ekki hafa sannanir þess efnis enn sem komið er í höndunum. Nokkrir aðilar voru handteknir í upphafi málsins og yfirheyrðir vegna þess en hvort það skili sér í því að þeir fái stöðu sakborninga sé ótímabært að segja.
Tengdar fréttir Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35
Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15