Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2015 11:15 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Starfsmaður á sextugsaldri komst undan ógnandi ræningjum á hlaupum. Mynd/Loftmyndir.is Tveir menn vopnaðir öxi rændu skartgripum úr hirslum skartgripaverslunarinnar Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 17 síðdegis í gær. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Annar mannanna var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var ránið hrottafengið eins og sjá má á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Myndbandið er mjög sláandi að sögn lögreglu.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmMildi að enginn slasaðist í árekstri Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs. Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lögregla óskar eftir aðstoð frá almenningi sem mögulega varð vitni að akstri bifreiðarinnar frá Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum. Allar upplýsingar eru vel þegnar, hvort sem þær snúa að akstri bifreiðarinnar, akstursleið, bifreiðinni, ökumanni eða farþegum í bílnum. Sömuleiðis ef fólk varð vart við tjón á bílum sínum í gær þá má mögulega rekja það til aksturs jepplingsins. Hann er talinn stolinn en hann var á röngum skráningarnúmerum. Best er að hafa samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá hér.Tjónið hleypur á milljónum króna.Vísir/VilhelmHúsleitir framundan í dag Málið teygir anga sína víða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og koma fíkniefni við sögu. Lögreglumenn á Suðurnesjum og sérsveitarmenn komu að málinu í gær og handtóku annan mannanna í Keflavík seint í gærkvöldi. Maðurinn varð á vegi lögreglu, reyndi að flýja á hlaupum og skaut úr loftbyssu í átt að lögreglumönnum af skömmu færi. Rannsókn málsins er í fullum gangi og var unnið að því fram á nótt en verðmæti þýfisins er töluvert og nemur milljónum króna. Auk starfsmannsins í Gullsmiðjunni urðu almennir borgarar fyrir mjög ógnandi hegðun af hendi ræningjunum. Allar ábendingar er varða ránið og akstur hvíta Nissan-jepplingsins frá Lækjargötu í Hafnarfirði, eftir Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum við Reykjanesbraut óskast sendar á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er í fullum gangi og húsleitir fyrirhugaðar í dag. Tengdar fréttir Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Tveir menn vopnaðir öxi rændu skartgripum úr hirslum skartgripaverslunarinnar Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 17 síðdegis í gær. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Annar mannanna var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var ránið hrottafengið eins og sjá má á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Myndbandið er mjög sláandi að sögn lögreglu.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmMildi að enginn slasaðist í árekstri Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs. Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lögregla óskar eftir aðstoð frá almenningi sem mögulega varð vitni að akstri bifreiðarinnar frá Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum. Allar upplýsingar eru vel þegnar, hvort sem þær snúa að akstri bifreiðarinnar, akstursleið, bifreiðinni, ökumanni eða farþegum í bílnum. Sömuleiðis ef fólk varð vart við tjón á bílum sínum í gær þá má mögulega rekja það til aksturs jepplingsins. Hann er talinn stolinn en hann var á röngum skráningarnúmerum. Best er að hafa samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá hér.Tjónið hleypur á milljónum króna.Vísir/VilhelmHúsleitir framundan í dag Málið teygir anga sína víða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og koma fíkniefni við sögu. Lögreglumenn á Suðurnesjum og sérsveitarmenn komu að málinu í gær og handtóku annan mannanna í Keflavík seint í gærkvöldi. Maðurinn varð á vegi lögreglu, reyndi að flýja á hlaupum og skaut úr loftbyssu í átt að lögreglumönnum af skömmu færi. Rannsókn málsins er í fullum gangi og var unnið að því fram á nótt en verðmæti þýfisins er töluvert og nemur milljónum króna. Auk starfsmannsins í Gullsmiðjunni urðu almennir borgarar fyrir mjög ógnandi hegðun af hendi ræningjunum. Allar ábendingar er varða ránið og akstur hvíta Nissan-jepplingsins frá Lækjargötu í Hafnarfirði, eftir Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum við Reykjanesbraut óskast sendar á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er í fullum gangi og húsleitir fyrirhugaðar í dag.
Tengdar fréttir Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27
Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18