Fótbolti

Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni gegn Póllandi á föstudagskvöldið.
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni gegn Póllandi á föstudagskvöldið. vísir/adam jasztrebowski
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður ekki með íslenska liðinu þegar það mætir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina annað kvöld.

Aron meiddist í fyrri hálfleik gegn Póllandi á föstudagskvöldið og fór af velli í hálfleik.

„Aron Einar gat ekki verið með á æfingunni í dag og spilar ekki leikinn á morgun. Aðrir voru með á æfingunni og eru klárir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi.

Kolbeinn Sigþórsson fékk spark þegar hann fiskaði víti gegn Póllandi og þurfti að fara af velli. Hann er aftur á móti í betra standi.

„Kolli ætti að vera með. Hann fékk spark í ökklann sem er negldur. Það er pinni í þessum ökkla þannig við vorum aðallega bara að passa að skemma ekkert,“ sagði Heimir Hallgrímsson.

Leikur Slóvakíu og Íslands hefst klukkan 19.45 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×