Fótbolti

Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir vottuðu virðingu sína á æfingu liðsins í dag.
Strákarnir vottuðu virðingu sína á æfingu liðsins í dag. vísir/adam jastrebowski
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta gerðu hlé á æfingu sinni í Zilina í Slóvakíu í dag klukkan 12.00 og sameinuðust í einnar mínútu þögn af virðingu við fórnarlömb hryðjuverkanna í París.

Íslenska liðið mun bera sorgarbönd í leiknum við Slóvakíu annað kvöld, en einnar mínútu þögn hefur verið fyrir nánast alla íþróttaleiki síðan ódæðisverkin voru framin á föstudagskvöldið.

Einnar mínútu þögn var fyrir leikina í umspilinu um sæti á EM og þá var t.a.m. þögn á öllum NFL-leikjum helgarinnar til minningar um fórnarlömb þessa hrylliega atburðar.

Hér að neðan má sjá myndband af æfingunni frá Facebook-síðu KSÍ þar sem strákarnir stöðva æfingu dagsins og sameinast í einnar mínútu þögn.

Íslenska karlalandsliðið stöðvaði æfingu kl. 12:00 í dag og tók þátt í einnar mínútu þögn af virðingu við fórnarlömb voðaverkanna í París.At 12 cet the Icelandic national team observed one minute of silence in remembrance of the victims of the Paris attacks.#prayers4paris

Posted by KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands on Monday, November 16, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×