Erlent

Ættleiðingar samkynhneigðra leyfðar í Kólumbíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ættleiðingarþjónustur mættu ekki mismuna viðskiptavinum sínum á grundvelli kynferðis og því skyldi öllum heimilt að ættleiða.
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ættleiðingarþjónustur mættu ekki mismuna viðskiptavinum sínum á grundvelli kynferðis og því skyldi öllum heimilt að ættleiða. vísir/epa

Stjórnarskrárdómstóll í Kólombíu hefur úrskurðað að pör af sama kyni geti nú ættleidd börn í landinu. Fram til þessa hafði slíkt aðeins verið leyfilegt ef barnið var afkvæmi annars aðilans í sambandinu.

Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ættleiðingarþjónustur mættu ekki mismuna viðskiptavinum sínum á grundvelli kynferðis og því skyldi öllum heimilt að ættleiða, svo framarlega sem öll lagaleg skilyrði væru uppfyllt.

Í úrskurðinum kemur fram að bann við ættleiðingum samkynhneigðra takmarkaði rétt barna til að eiga fjölskyldu. Baráttufólk fyrir mannréttindum fagnaði úrskurðinum en andstæðngar ættleiðinga samkynhneigðra hyggjast áfrýja honum til æðri dómstóls.

Staðfest samvist samkynhneigðra er leyfileg í Kólombíu en frumvarp um hjónaband þeirra var fellt á þinginu þar í landi árið 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.