Ísland lifandi tilraunastofa í þrjú ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson. Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson.
Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira