Erlent

Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Flóttamenn koma að landi í Lesbos í Grikklandi.
Flóttamenn koma að landi í Lesbos í Grikklandi. Vísir/EPA
Það sem af er þessu ári hafa 705.200 flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að um fimmtungur þeirra séu börn. 562.355 manns hafa farið yfir Eyjahafið frá Tyrklandi til Grikklands og um 140 þúsund hafa farið til Ítalíu.

Alls 3.210 hafa látið lífið á ferðalaginu eða er saknað.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er talið að rúmlega helmingur flóttamannanna séu frá Sýrlandi. Átján prósent þeirra frá Afganistan og sex prósent frá Írak.

Ekkert útlit er á að flæði flóttafólks fari minnkandi. Þess í stað virðast fleiri leggja land undir fót til að reyna að komast til Evrópu áður en vetur skellur á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×