Blatter: Rússlandskosningin ákveðin fyrirfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2015 19:00 Sepp Blatter og Vladimir Putin Rússlandsforseti. Vísir/Getty Svisslendingurinn Sepp Blatter segir í ítarlegu viðtali við rússnesku fréttastofuna Tass að það hafi verið samkomulag þess efnis að HM 2018 yrði haldið í Rússlandi áður en kosning um keppnina fór fram. Blatter var nýlega dæmdur í 90 daga bann af siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og getur því ekki gegnt starfi sínu nú sem forseti sambandsins. Bannið fékk hann fyrir greiðslu sem Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, fékk árið 2011 frá FIFA. Platini var einnig dæmdur í 90 daga bann en báðir neita sök. Blatter var spurður í viðtalinu hvort að það hafi verið mistök að halda kosningu um HM 2018 og HM 2022 samtímis en Katar vann kosninguna um síðari keppinna. „Innan hópsins var búið að ákveða að við myndum fara til Rússlands því HM hefur aldrei verið haldið í austurhluta Evrópu. Við myndum svo fara næst til Bandaríkjanna og því yrði HM haldið í tveimur voldugustu ríkjum heims.“ Blatter bætti því þó við að Katar hafi fengið HM 2022 þar sem að fjórir fulltrúar Evrópu hafi skipt um skoðun á síðustu stundu. Útboðsferlið fyrir HM 2018 og HM 2022 er nú til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglunni í Sviss en einnig er verið að rannsaka spillingu hjá FIFA í bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Blatter sagði meðal annars í viðtalinu að HM 2018 yrði aldrei tekið frá Rússlandi og að Platini hafi starfað gegn FIFA vegna öfundsýki og afbrýðissemi. England var meðal þeirra landa sem sóttust eftir því að halda HM 2018 en forráðamenn sambandsins, sem eyddi háum fjárhæðum í kosningabaráttunna, segja að þeir muni skoða málið frekar í ljósi ummæla Blatter. Þá sagði talsmaður siðanefndar FIFA að ummæli Blatter væru einnig til skoðunar hjá nefndinni. Fótbolti Tengdar fréttir Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Blatter og Platini báðir búnir að áfrýja 90 daga banninu Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. 9. október 2015 13:28 Champagne reynir aftur við forsetakjörið Fyrrum ráðgjafi Sepp Blatter, Jerome Champagne, ætlar að bjóða sig fram í forsetakjöri FIFA. 23. október 2015 14:45 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer viðurkennir mistök Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. 27. október 2015 08:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Svisslendingurinn Sepp Blatter segir í ítarlegu viðtali við rússnesku fréttastofuna Tass að það hafi verið samkomulag þess efnis að HM 2018 yrði haldið í Rússlandi áður en kosning um keppnina fór fram. Blatter var nýlega dæmdur í 90 daga bann af siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og getur því ekki gegnt starfi sínu nú sem forseti sambandsins. Bannið fékk hann fyrir greiðslu sem Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, fékk árið 2011 frá FIFA. Platini var einnig dæmdur í 90 daga bann en báðir neita sök. Blatter var spurður í viðtalinu hvort að það hafi verið mistök að halda kosningu um HM 2018 og HM 2022 samtímis en Katar vann kosninguna um síðari keppinna. „Innan hópsins var búið að ákveða að við myndum fara til Rússlands því HM hefur aldrei verið haldið í austurhluta Evrópu. Við myndum svo fara næst til Bandaríkjanna og því yrði HM haldið í tveimur voldugustu ríkjum heims.“ Blatter bætti því þó við að Katar hafi fengið HM 2022 þar sem að fjórir fulltrúar Evrópu hafi skipt um skoðun á síðustu stundu. Útboðsferlið fyrir HM 2018 og HM 2022 er nú til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglunni í Sviss en einnig er verið að rannsaka spillingu hjá FIFA í bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Blatter sagði meðal annars í viðtalinu að HM 2018 yrði aldrei tekið frá Rússlandi og að Platini hafi starfað gegn FIFA vegna öfundsýki og afbrýðissemi. England var meðal þeirra landa sem sóttust eftir því að halda HM 2018 en forráðamenn sambandsins, sem eyddi háum fjárhæðum í kosningabaráttunna, segja að þeir muni skoða málið frekar í ljósi ummæla Blatter. Þá sagði talsmaður siðanefndar FIFA að ummæli Blatter væru einnig til skoðunar hjá nefndinni.
Fótbolti Tengdar fréttir Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Blatter og Platini báðir búnir að áfrýja 90 daga banninu Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. 9. október 2015 13:28 Champagne reynir aftur við forsetakjörið Fyrrum ráðgjafi Sepp Blatter, Jerome Champagne, ætlar að bjóða sig fram í forsetakjöri FIFA. 23. október 2015 14:45 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer viðurkennir mistök Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. 27. október 2015 08:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00
Blatter og Platini báðir búnir að áfrýja 90 daga banninu Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. 9. október 2015 13:28
Champagne reynir aftur við forsetakjörið Fyrrum ráðgjafi Sepp Blatter, Jerome Champagne, ætlar að bjóða sig fram í forsetakjöri FIFA. 23. október 2015 14:45
Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00
Beckenbauer viðurkennir mistök Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. 27. október 2015 08:00