Fótbolti

Platini gefst ekki upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Platini og Blatter.
Platini og Blatter. vísir/getty
Michel Platini, forseti UEFA, var á dögunum settur í 90 daga bann hjá FIFA vegna gruns um spillingu.

Hann fékk 260 milljón króna greiðslu frá forseta FIFA, Sepp Blatter, árið 2011 sem þykir vera vafasöm.

Platini heldur fram sakleysi sínu í málinu og ætlar í forsetaframboð þrátt fyrir allt.

„Það er skammarlegt að vera dreginn svona í gegnum drulluna. Þetta er þriggja mánaða bann en það sem fer virkilega í taugarnar á mér er að vera úthrópaður eins og hinir," sagði Platini pirraður.

„Lögmenn mínir eru að vinna í málinu og ég mun fara með það alla leið fyrir íþróttadómstólinn í Sviss ef á þarf að halda.

Platini er búinn að vera forseti UEFA síðan 2007 og þótti líklegur arftaki Blatter þar til þetta mál kom upp.


Tengdar fréttir

Prinsinn formlega í framboð

Prins Ali bin Al Hussein er búinn að skila inn umsókn til FIFA en hann ætlar sér að taka slaginn í forsetakjörinu í febrúar. Þá mun Sepp Blatter að öllum líkindum stíga niður sem forseti.

Englendingar snúa baki við Platini

Enska knattspyrnusambandið ætlaði að styðja Michel Platini, forseta UEFA, í forsetakjöri FIFA en hefur nú skipt um skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×