Fótbolti

Champagne reynir aftur við forsetakjörið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jerome Champagne.
Jerome Champagne. vísir/getty
Fyrrum ráðgjafi Sepp Blatter, Jerome Champagne, ætlar að bjóða sig fram í forsetakjöri FIFA.

Hann ætlaði reyndar að bjóða sig líka fram í síðasta forsetakjöri en fékk þá ekki nægan stuðning til þess að geta boðið sig fram.

Þar sem Blatter er á förum og Michel Platini í vandræðum sér Champagne sæng sína út reidda. Hann lofar að opna bókhaldið hjá FIFA.

„Það hefur aldrei verið meiri þörf á að ræða opinskátt um framtíð FIFA en nú. Hvernig við ætlum að breyta sambandinu og ímynd þess. Sjáið hvernig kosningabaráttan byrjar. Það eru umdeild mál og verið að gera samning á bak við luktar dyr," sagði Champagne.

Þeir sem hafa áhuga á starfinu hafa fram á mánudag til þess að senda inn umsókn. Kjörið fer svo fram í lok febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×