Erlent

Utanríkisráðherra Íran tekur þátt í friðarviðræðum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mohammad Javad Zarif er á leið til Vínar til að reyna að tryggja frið í Sýrlandi.
Mohammad Javad Zarif er á leið til Vínar til að reyna að tryggja frið í Sýrlandi. vísir/epa
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. Fundurinn mun fara fram í vikunni í Vín höfuðborg Austurríkis. Þetta kemur fram á BBC.

Þetta verður í fyrsta skipti sem fulltrúi Íran kemur að samningaborðinu á sama tíma og Bandaríkin en Íran hefur stutt Bashar al-Assad í baráttu hans við borgara landsins. Að auki verða á fundinum fulltrúar frá Rússlandi, Sádi-Arabíu, Egyptalandi, Írak og Tyrklandi.

Talið er að Íran hafi varið milljörðum dollara til að koma vopnum og vistum til stjórnarhers al-Assad. Að auki hafa ráðgjafar frá þeim farið til Sýrlands til að vera forsetanum til halds og trausts. Óstaðfestar fregnir herma að íranskir hermenn hafi verið sendir á vígvöllinn en því hefur verið neitað af stjórnvöldum í Tehran.

Fulltrúar uppreisnarmanna segja að þátttaka Íran á fundinum muni aðeins flækjast fyrir í leit að friðsælli lausn. Gert er ráð fyrir að viðræðurnar fari fram á föstudag.


Tengdar fréttir

Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað

Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×