Utanríkisráðherra Íran tekur þátt í friðarviðræðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. október 2015 23:58 Mohammad Javad Zarif er á leið til Vínar til að reyna að tryggja frið í Sýrlandi. vísir/epa Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. Fundurinn mun fara fram í vikunni í Vín höfuðborg Austurríkis. Þetta kemur fram á BBC. Þetta verður í fyrsta skipti sem fulltrúi Íran kemur að samningaborðinu á sama tíma og Bandaríkin en Íran hefur stutt Bashar al-Assad í baráttu hans við borgara landsins. Að auki verða á fundinum fulltrúar frá Rússlandi, Sádi-Arabíu, Egyptalandi, Írak og Tyrklandi. Talið er að Íran hafi varið milljörðum dollara til að koma vopnum og vistum til stjórnarhers al-Assad. Að auki hafa ráðgjafar frá þeim farið til Sýrlands til að vera forsetanum til halds og trausts. Óstaðfestar fregnir herma að íranskir hermenn hafi verið sendir á vígvöllinn en því hefur verið neitað af stjórnvöldum í Tehran. Fulltrúar uppreisnarmanna segja að þátttaka Íran á fundinum muni aðeins flækjast fyrir í leit að friðsælli lausn. Gert er ráð fyrir að viðræðurnar fari fram á föstudag. Tengdar fréttir Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi. 27. október 2015 14:30 Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. Fundurinn mun fara fram í vikunni í Vín höfuðborg Austurríkis. Þetta kemur fram á BBC. Þetta verður í fyrsta skipti sem fulltrúi Íran kemur að samningaborðinu á sama tíma og Bandaríkin en Íran hefur stutt Bashar al-Assad í baráttu hans við borgara landsins. Að auki verða á fundinum fulltrúar frá Rússlandi, Sádi-Arabíu, Egyptalandi, Írak og Tyrklandi. Talið er að Íran hafi varið milljörðum dollara til að koma vopnum og vistum til stjórnarhers al-Assad. Að auki hafa ráðgjafar frá þeim farið til Sýrlands til að vera forsetanum til halds og trausts. Óstaðfestar fregnir herma að íranskir hermenn hafi verið sendir á vígvöllinn en því hefur verið neitað af stjórnvöldum í Tehran. Fulltrúar uppreisnarmanna segja að þátttaka Íran á fundinum muni aðeins flækjast fyrir í leit að friðsælli lausn. Gert er ráð fyrir að viðræðurnar fari fram á föstudag.
Tengdar fréttir Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi. 27. október 2015 14:30 Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00
Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi. 27. október 2015 14:30
Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15
Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38