Fangar á Kvíabryggju með PR-fyrirtæki á sínum snærum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2015 12:57 Björgvin lýsti því í eyru Páls að ekki væri ósk neins að fara í PR-stríð við Fangelsismálastofnun. KOM hefur starfað fyrir Ólaf Ólafsson. Svo virðist sem frétt Morgunblaðsins, þess efnis að fyrir lægi ósk frá föngum á Kvíabryggju að þeir fengju að drekka rauðvín með matnum, hafi lagst illa í vistmenn þar, þá ekki síst fanga sem þar dvelja eftir að hafa fengið dóma um stórfelld efnahagsbrot í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 og afplána nú þar vestra. PR-fyrirtækið, eða almannatengslafyrirtækið, KOM var fengið að málum til að halda því til haga að engin slík beiðni væri frá þeim komin.Enginn kaupsýslumannanna fór fram á rauðvín með matnumBjörgvin Guðmundsson er einn eigenda KOM og hann segist, í samtali við Vísi, ekki tjá sig um þá vinnu sem þeir inna af hendi fyrir sína viðskiptavini. „En, hluti þeirrar vinnu er að koma upplýsingum á framfæri; hluti þeirrar þjónustu sem við veitum.“En, eruð þið að starfa fyrir fleiri fanga en einn? „Ég get ekki tjáð mig um það.“En, þið hafið starfað fyrir Ólaf Ólafsson, kenndan við Samskip? „Já, við höfum starfað fyrir hann, ég get staðfest það.“Björgvin lítur ekki svo á að þetta verkefni megi heita allsérstætt.visir/valliEn, hvað var það sem þú vildir koma á framfæri við Pál? „Páll Winkel staðfesti að enginn sem hefur verið dæmdur eftir efnahagshrunið 2008 fyrir efnahagsbrot fór fram á að fá að drekka rauðvín með matnum,“ segir Björgvin.Nú hlýtur það að teljast með sérstæðari verkefnum sem fyrirtæki á sviði almannatengsla tekur að sér? „Við lítum ekki þannig á það,“ segir Björgvin.Vilja ekki í PR-stríðPáli Winkel fangelsismálastjóra finnst það áhugavert að almannatengslafyrirtækið KOM hafi haft samband við sig á laugardegi, en það var þá sem Björgvin ræddi málið við Pál. „Hann talaði efnislega um að KOM vinni fyrir ótilgreindan hóp fanga sem sé viðkvæmur fyrir umfjöllun sem þessari. Ég hef ekki fengið að vita fyrir hverja KOM vinnur eða hvaða fangar greiða fyrir þeirra vinnu. Mér var bent á að þessir ótilgreindu fangar vildu ekki endilega fara í PR-stríð, eða íímyndarstríð við fangelsisyfirvöld. Hér vinnur enginn almannatengill og enn þá síður almannatengsladeild innan fangelsismálastofnunar enda fer okkar tími og fjármagn almennings í að fullnusta refsingar. Hér er því enginn til að fara í stríð við.“Segir ekki hvaðan kvörtunin kemurFyrir liggur yfirlýsing á síðu Afstöðu, frá föngum á Kvíabryggju svohljóðandi:„Það er sameiginleg yfirlýsing fanga á Kvíabryggju að enginn kannast við að hafa lagt fram beiðni um að neyta áfengis með mat eins og Páll Winkel segir í morgunblaði dagsins í dag.-Stjórn Afstöðu Kvíabryggju“Páll segir að við sig hafi haft samband, á föstudaginn, blaðamaður á Morgunblaðinu sem sagðist hafa heimildir fyrir því að ótilgreindir fangar hafi kært synjun til ráðuneytis, um neyslu áfengis. „Ég sagðist ekkert vita um það en svaraði því til að menn hafi kvartað undan því að fá ekki að neyta víns. Ég vissi hins vegar ekki um neina kvörtun til ráðuneytis.Páll Winkel ætlar ekki í PR-stríð við fanga sína, enda enginn hjá Fangelsismálastofnun á því sviði til að fara í stríð við.visir/Andri MarinóÉg veit ekki hvort tilkynningin til fjölmiðla hafi verið send frá KOM né hvaða fangar rituðu undir hana. Mér er því ómögulegt að tjá mig frekar um málið auk þess sem ég tiltek ekki hvað einstakur fangi biður um eða óska eftir. Það væri leki.“Panta ekki svör frá FangelsismálastofnunPáll segir ennfremur að almannatengslafyrirtæki panti ekki svör frá Fangelsismálastofnun sem henti ótilgreindum hópi fanga/viðskiptavina. „Raunar pantar enginn svör frá yfirvöldum sem henta viðskiptavinum almannatengslafyrirtækja. Það hélt ég að menn hefðu lært af Lekamálinu. Reyndar eru fangar með öflugt félag, Afstöðu, en ég funda reglulega með þeim þar sem farið er yfir málefni fanga. Þar er tekist á um hlutina en með hreinskiptum samskiptum næst árangur. Þar ræðum við ýmsa hluti og er það réttur farvegur fyrir skoðanaskipti fangelsismálayfirvalda og fanga. Þrátt fyrir að við séum ekki alltaf sammála hefur ýmislegt gott komið út úr þeim fundum,“ segir Páll. Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04 Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 „Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14 Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Svo virðist sem frétt Morgunblaðsins, þess efnis að fyrir lægi ósk frá föngum á Kvíabryggju að þeir fengju að drekka rauðvín með matnum, hafi lagst illa í vistmenn þar, þá ekki síst fanga sem þar dvelja eftir að hafa fengið dóma um stórfelld efnahagsbrot í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 og afplána nú þar vestra. PR-fyrirtækið, eða almannatengslafyrirtækið, KOM var fengið að málum til að halda því til haga að engin slík beiðni væri frá þeim komin.Enginn kaupsýslumannanna fór fram á rauðvín með matnumBjörgvin Guðmundsson er einn eigenda KOM og hann segist, í samtali við Vísi, ekki tjá sig um þá vinnu sem þeir inna af hendi fyrir sína viðskiptavini. „En, hluti þeirrar vinnu er að koma upplýsingum á framfæri; hluti þeirrar þjónustu sem við veitum.“En, eruð þið að starfa fyrir fleiri fanga en einn? „Ég get ekki tjáð mig um það.“En, þið hafið starfað fyrir Ólaf Ólafsson, kenndan við Samskip? „Já, við höfum starfað fyrir hann, ég get staðfest það.“Björgvin lítur ekki svo á að þetta verkefni megi heita allsérstætt.visir/valliEn, hvað var það sem þú vildir koma á framfæri við Pál? „Páll Winkel staðfesti að enginn sem hefur verið dæmdur eftir efnahagshrunið 2008 fyrir efnahagsbrot fór fram á að fá að drekka rauðvín með matnum,“ segir Björgvin.Nú hlýtur það að teljast með sérstæðari verkefnum sem fyrirtæki á sviði almannatengsla tekur að sér? „Við lítum ekki þannig á það,“ segir Björgvin.Vilja ekki í PR-stríðPáli Winkel fangelsismálastjóra finnst það áhugavert að almannatengslafyrirtækið KOM hafi haft samband við sig á laugardegi, en það var þá sem Björgvin ræddi málið við Pál. „Hann talaði efnislega um að KOM vinni fyrir ótilgreindan hóp fanga sem sé viðkvæmur fyrir umfjöllun sem þessari. Ég hef ekki fengið að vita fyrir hverja KOM vinnur eða hvaða fangar greiða fyrir þeirra vinnu. Mér var bent á að þessir ótilgreindu fangar vildu ekki endilega fara í PR-stríð, eða íímyndarstríð við fangelsisyfirvöld. Hér vinnur enginn almannatengill og enn þá síður almannatengsladeild innan fangelsismálastofnunar enda fer okkar tími og fjármagn almennings í að fullnusta refsingar. Hér er því enginn til að fara í stríð við.“Segir ekki hvaðan kvörtunin kemurFyrir liggur yfirlýsing á síðu Afstöðu, frá föngum á Kvíabryggju svohljóðandi:„Það er sameiginleg yfirlýsing fanga á Kvíabryggju að enginn kannast við að hafa lagt fram beiðni um að neyta áfengis með mat eins og Páll Winkel segir í morgunblaði dagsins í dag.-Stjórn Afstöðu Kvíabryggju“Páll segir að við sig hafi haft samband, á föstudaginn, blaðamaður á Morgunblaðinu sem sagðist hafa heimildir fyrir því að ótilgreindir fangar hafi kært synjun til ráðuneytis, um neyslu áfengis. „Ég sagðist ekkert vita um það en svaraði því til að menn hafi kvartað undan því að fá ekki að neyta víns. Ég vissi hins vegar ekki um neina kvörtun til ráðuneytis.Páll Winkel ætlar ekki í PR-stríð við fanga sína, enda enginn hjá Fangelsismálastofnun á því sviði til að fara í stríð við.visir/Andri MarinóÉg veit ekki hvort tilkynningin til fjölmiðla hafi verið send frá KOM né hvaða fangar rituðu undir hana. Mér er því ómögulegt að tjá mig frekar um málið auk þess sem ég tiltek ekki hvað einstakur fangi biður um eða óska eftir. Það væri leki.“Panta ekki svör frá FangelsismálastofnunPáll segir ennfremur að almannatengslafyrirtæki panti ekki svör frá Fangelsismálastofnun sem henti ótilgreindum hópi fanga/viðskiptavina. „Raunar pantar enginn svör frá yfirvöldum sem henta viðskiptavinum almannatengslafyrirtækja. Það hélt ég að menn hefðu lært af Lekamálinu. Reyndar eru fangar með öflugt félag, Afstöðu, en ég funda reglulega með þeim þar sem farið er yfir málefni fanga. Þar er tekist á um hlutina en með hreinskiptum samskiptum næst árangur. Þar ræðum við ýmsa hluti og er það réttur farvegur fyrir skoðanaskipti fangelsismálayfirvalda og fanga. Þrátt fyrir að við séum ekki alltaf sammála hefur ýmislegt gott komið út úr þeim fundum,“ segir Páll.
Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04 Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 „Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14 Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04
Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02
Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00
„Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14
Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02